miðvikudagur, júní 05, 2002

Gettu hvað ég gerði í gær.....
Audda fór ég í golf! Að vísu að þessu sinni með mínum ástkæru foreldrum. Við fórum 18. holur ýkt dugleg. Ég byrjaði rosalega vel. Svo þegar ég ætlaði virkilega að fara að sýna hvað ég gæti..... já showoff fyrir pabba sem hefur lítið séð mig spila.... fór allt að ganga illa. Pabbi rosalega góður já taktu miðið, hvernig er stansinn hjá þér, má ég sjá gripið og eitthvað meira. Samt held ég að hann hafi verið nokkuð stoltur af mér. Hann sá nokkur góð högg hjá mér....

Bara muna næst ekki fara í nýjum skóm út á völl.....ekki beint þægilegt þegar maður er búinn með seinni níu. Ái!
Eftir þessa svaka útiveru var ég svona nett uppgefin og var ekki að meika að fara að gera neitt. mmmmmm svefn! Náttúrulega ekkert smá gott þarf ekki að sofa á golfinu lengur þar sem húsgestirnir eru farnir og ég þá búin að fá rúmið mitt aftur....ljúúúúúft.

Engin ummæli: