fimmtudagur, júní 13, 2002

Þá er maður orðinn drykkjuhæfur í öllum löndum heimsins. og formlega komin á þrítugsaldurinn. Ok þetta verður skrítið ár.... árið sem ég fullorðnast. Flyt til útlanda eftir rúman mánuð og fer í háskóla og æ ég veit það ekki.
Ég bakaði alveg rosalega góða köku til að gefa vinnufélögunum.....Betty Crocker er massa flott. Ég barasta fatta ekki fólk sem bakar kökur alveg frá grunni....Betty tekur bara rúman hálftíma eða eitthvað. Ok nú helduru að ég baki alveg klikkað mikið.....nei þetta gerist einu sinni í mesta lagi tvisvar á ári.
Bytturnar í Díonýsus eru að spæla að fara að grilla í heiðmörkinni til að halda upp á daginn...... alltaf verið að fagna einhverju. Oh gaman!
Gaman að eiga afmæli :D

Engin ummæli: