föstudagur, júní 21, 2002

Ok ef maður er í vinnunni þá getur maður ekki eytt pening.....nema að kaupa eitthvað á netinu (sem ég geri yfirleitt ekki). Ef ég myndi bara byrja að vinna 23/7 (einn klukkutími til að sofa) þá myndi ég ekki eyða neinu bara safna. Þá yrði debetkortið mitt ánægt og ég líka þegar ég fer að borga skólagjöldin, leiguna, bækur, flug, pappírar og allt hitt! Mér finnst þetta mjög sniðug hugmynd hjá mér. Nú er bara enn og aftur að finna vinnuna. Humm er ekki hægt að fá borgað fyrir svefn??? Einhverjar svefnmælingar eða eitthvað? BJórsmakkari hljómar vel. Nú þar sem vændi til framfærslu er eiginlega löglegt kannski ég fari bara út í það. Nehhh..... Hvað með símavændi ú ha já já aaaaaaa! Er ég ekki efnileg?? Kannski ég spyrji bara Önnu pönnu hvernig þetta er....hún prófaði einhvern tíman en sagði að vísu að þetta væri hrikalega leiðinlegt.

Ég hefði ekkert á móti því að fá borgað fyrir að prófa golfvelli....
Góða helgi farin að brjóta lögin fyrir bróður minn.... hann er bara 19 má ekki kaupa bjór nanananana.

Engin ummæli: