miðvikudagur, júní 05, 2002

Ég veit áður en ég hætti hérna í vinnunni eða bara eftir ég hætti þá skila ég ekki lyklunum og held brjálað partý. Sko ég gæti komið alveg nokkur hundruð manneskjum hérna inn. Djö.... það væri geggjað sniðugt hjá mér.... láta rústa öllu. eða ekki.... ég held áfram að vera ein inni á minni skrifstofu og ekki sjá fólk allann liðlangan daginn nema heyra einstaka sinnum í freku og leiðinlegu fólki.

Smá kenning.....
Ég get greinilega ekki verið nema fjögur ár í sömu vinnu. Ok ég vann á hótelinu í fjögur ár og var þá komin með þvílíka ógeðið, nú eru komin fjögur ár síðan ég byrjaði hér og komin með meira en lítið ógeð. Hámark 4 ár á hverjum stað eða skemur. Búhúhú mig langar í skóla.... ég fæ kannski svar í dag frá þessum skóla. Ég vona svoooo innilega að það verði jákvætt.


Hey kúl næstum komin helgi....

Engin ummæli: