föstudagur, júní 21, 2002

28 vinnudagar þangað til ég hætti........
Mig dreymdi fucked up draum í nótt..... ímyndið ykkur StarWars persónurnar í okkar daglega lífi. Nema hvað jediarnir voru ekki, bara sith. Svo voru fullt af öðrum skrítnum persónum. Svo var ég allt í einu komin til Ísafjarðar en það leit út alveg eins og Akureyri. AAAAAAA Sithararnir eru að koma.....hjááááálp. Allt í einu var ég komin svo í einhverja furðuveröld þar sem ljón, fílar, býflugur og eitthvað fleira var búið til. Ég hélt þetta væri ill verksmiðja á vegum Sith. En hitti þar einhvern brjálaðan vísindamann. Hann byrjaði á að föndra þessi dýr en Sith ákváðu að nýta sér þetta og leyfðu honum ekki að hætta. Ó mæ god Sith viðvörunarkerfið fer í gang......Ýti á snooze takkann!

Ef einhver veit um velborgaða vinnu sem ég get unnið milli þess að vinna á skrifstofunni og kaffihúsinu má sá endilega láta mig vita. Átak Hrebbna safna pening er í fullum gangi...dósir og flöskur velþegnar. OK ég ætla ekki að fara á fyllerí um helgina. Mesta lagi sötra rauðvín heima. Alls ekkert djamm!

Fyndið gamla settið er að fara í sumarbústað. Náttúrulega hafa þau áhyggjur af börnunum. Það var farið í búð og ísskápurinn fylltur ekki nóg með það er búið að skrifa lista yfir það sem getur verið í matinn meðan þau eru í burtu. Ég hefði skilið þetta ef ég væri 17 ára og bróðir minn þá 15 en nei við erum 21 ára og 19 ára. Fullfær um að fatta hvað við gætum eldað úr hráefni sem er beint fyrir framan okkur.....annars er bara hringt: já eina 16" með pepperoni.

Engin ummæli: