föstudagur, júní 07, 2002

Ætli dagurinn í dag verður einn af þeim sem ég sofna fyrir framan tölvuna??? Ég hef gert það nokkrum sinnum steinsofnað næstum farið að hrjóta. Mjög fyndið að sjá etta (er mér sagt) sitjandi með músina í hendinni og fyrir framan tölvuskjáinn. Sko þegar maður labbar inn á skrifstofuna mína sný ég baki í fólk þannig fínt fínt það sér enginn ef ég sofna. Nema fólk er eitthvað að tala við mig......no response.
Þegar ég var í menntaskóla bæði MR og MK var etta stórt vandamál ég bara gat ekki haldið mér vakandi. Ég held að latínukennarinn minn hafi sjaldan eða aldrei séð mig vakandi. Solla vinkona var í fullu starfi að ýta við mér þegar ég átti að segja eitthvað og hún líka svona góð að láta mig vita hvað ég átti að tjá mig um. Ef einhver veit um einhver ráð til að hjálpa mér að halda mér vakandi þegar ég á að vera að gera eitthvað annað endilega tjáið ykkur í gestabókina. Fólk segir það vera hæfileiki hjá mér að geta sofnað allstaðar á öllum tímum......

Engin ummæli: