fimmtudagur, júní 20, 2002

Ok búin að vera löt við að blogga í dag vegna þess ég er búin að vera í klepparavinnu! Endursenda færslur í tölvunni í massavís. Komin með hálfgert ofnæmi fyrir tölvunni minni að hún skuli hafa verið svona vond að senda ekki þessi skeyti sjálfvirkt og spara mér ómælda vinnu eins og hún á að gera. Úúú me dizzy...... lítrar af kaffi sem hafa farið ofan í mig í dag.... eitt gott við daginn, einn hérna í vinnunni varð fimmtugur og því kom hann með köku. Sko ekkert ristað brauð með osti í dag eins og hina 1455 dagana. Vei!

Ég er búin að fá fullt af ráðleggingum varðandi ferðina út frá fólki sem var í skóla þarna. Ok ég hafði hugsað mér að búa í íbúð í heimavistinni til að byrja með.... en svo er ég eiginlega orðin hrædd við það. Margar horrorsögur um íbúðarfélaga.....t.d. 17 ára britney spears aðdáandi númer eitt..... 18 ára alkar sem þurfa ekki að læra.... nörd sem gerir ekkert annað en að læra.... osfrv.

Svaf ekki í nótt því ég var að hugsa svooo mikið. Stutt í etta en samt eitthvað svo langt í etta.

Eitt enn ef maður talar mikið í gemsa eykur það líkurnar á hausverk.... ég er búin að vera með non-stop hausverk og ég er sannfærð um að það sé vegna þess síminn hefur ekki farið langt frá eyranu undanfarna daga.

Jæja halda áfram í að endursenda þetta helvíti...... leiter.

Engin ummæli: