föstudagur, júní 07, 2002

Ekki enn sofnuð! Ótrúlegt en satt.
Allir að horfa á fótbolta nema ég....minns þarf að vinna. Hvurslags svindl er þetta eiginlega. Ég þarf að þróa með mér áhuga á fótbolta svo ég geti farið og horft á þetta á vinnutíma. Nei annars ég fæ bara að fara fyrr eða eitthvað í staðinn. Annars eru föstudagar svo ósköp rólegir dagar hér þannig það er allt í læ að vera hérna þá.

Ég var að fatta í gær að ég á afmæli næsta fimmtudag. Úff þá er ég ekki lengur bara tvítug heldur tuttugu og eins árs. Þannig ef ég lendi í einhverju slysi þá verður sagt í fréttum kona á þrítugsaldri.......

Engin ummæli: