mánudagur, júní 10, 2002

Ég er ógislega misheppnuð. Á laugardag var árshátíð eins og komið hefur fram. Já já Hrebbna reyna að vera fín, þá náttúrulega verður maður að vera í hælaskóm. Sko næst þegar ég fer á djammið þá verð ég í strigaskóm! Að halda jafnvægi á svona stultum er ekki auðvelt þegar maður er komin með smá áfengi út í blóðið. Ó well datt aðeins inn á Hús Málarans í bókstaflegri merkingu. Helv....þurfti endilega að krækja hælinn í þröskuldinum og svo fljúga nett eftir golfinu. Það voru svo nokkur hundruð manns sem sáu þetta. ég sat svo og hló að óförum mínum. Þetta væri ekki slæmt ef þetta væri að koma fyrir í fyrsta skipti. Neiiiiii þetta kemur reglulega fyrir að jafnvægisskynið mitt fer að sofa þegar ég þarf á því að halda.
Á gamla Spotlight flaug ég niður stigann....edrú! Þegar byltan var búin var ég á hnjánum eins og ég væri að biðja eða eitthvað. Kristín Erla gat ekki hjálpað mér því hún hló svo hrikalega mikið...audda hló ég. Svo kom einhver maður þarna og fer að skamma Kristínu fyrir að hlæja að mér, hann var sko á meiri bömmer en ég. Já og svo er náttúrulega skiptið sem ég datt upp stigann á Viktor....mér er enn illt í tönninni.

Annars var alveg hrikalega gaman. Ekki alveg eins gaman í gær.

Engin ummæli: