Einstaklega afkastamikill dagur að kveldi kominn.
Aulahrollur dagsins... að sitja í strætó að lesa um translational og rotational equilibrium auðvitað með i-podinn í gangi þegar allt í einu tek ég eftir að allur strætóinn er að horfa á mig... ég var víst að syngja ansi hátt með. Ég fattaði ekki neitt úff ég fæ aulahroll aftur.
Varð að fá mér bjór bara til að reyna að losna við þennan fjandans aulahroll.
þriðjudagur, febrúar 28, 2006
mánudagur, febrúar 27, 2006
Eitthvað sem gerist ekki oft...
Veit ekki hvað er að mér... ég fékk allt í einu svaka löngun í að baka. Þannig núna er kryddbrauð að bakast í ofninum og kannski ég skelli í eina köku líka á eftir. Já já og skúra kannski gólfið hérna. Ofurhúsmóðirinn mætt á svæðið!
Búin að setja myndir helgarinnar inn á myndasíðuna... enjoy!
Annars BOLLA BOLLA BOLLA!
Búin að setja myndir helgarinnar inn á myndasíðuna... enjoy!
Annars BOLLA BOLLA BOLLA!
sunnudagur, febrúar 26, 2006
Djamm og djús
Helgin er loks búin og ég verð að viðurkenna það var aðeins tekið á hlutunum um helgina. Deginum í dag hefur verið eytt fyrir framan imbakassann í náttfötunum og matur pantaður af netinu...HAUGAR!
Fórum í gærkveldi á Cosmopol svo á Samsbar og að lokum var endað á Club Mambó í sexí salsasveiflu. Club Mambó er staðsett réttu megin við tívolí en öfugu megin við hovedbane... Hrebbna að gefa Hildi leiðbeiningar. Já já ég var ekkert fuglur í gær. Einnig var víst eitthvað erfitt að ná í mig... bara um 36 missed calls. Vatnið var búið á barnum og þá er bara hægt að fá sér bjór við þorsta... hikst...hikst. Já já svo tekinn einn sveittur hammari á BK í morgunmat. Myndirnar eru magnaðar en ég nenni bara ekki að henda þeim inn núna. Kannski á eftir eða á morgun.
Fórum í gærkveldi á Cosmopol svo á Samsbar og að lokum var endað á Club Mambó í sexí salsasveiflu. Club Mambó er staðsett réttu megin við tívolí en öfugu megin við hovedbane... Hrebbna að gefa Hildi leiðbeiningar. Já já ég var ekkert fuglur í gær. Einnig var víst eitthvað erfitt að ná í mig... bara um 36 missed calls. Vatnið var búið á barnum og þá er bara hægt að fá sér bjór við þorsta... hikst...hikst. Já já svo tekinn einn sveittur hammari á BK í morgunmat. Myndirnar eru magnaðar en ég nenni bara ekki að henda þeim inn núna. Kannski á eftir eða á morgun.
fimmtudagur, febrúar 23, 2006
þreyta
Var að koma heim til mín eftir annasaman dag. Fór og skoðaði byggingarsvæðið þar sem fjölbýlishúsið sem við erum að gera á að vera. Reyndar verður húsið aldrei byggt en við gerum allt eins og húsið eigi að reisast þarna.
Alveg að koma helgi og er hún kærkomin að þessu sinni (eins og alltaf reyndar). Rannveig og Anna koma á morgun og verða yfir helgi og ég geri ráð fyrir að eitthvað verður teigað af öl.
Stefnan er líka tekin á að kíkja á fredagsbar á morgun með bekknum, langt síðan það hefur gerst. Veiiiii!!!!
Alveg að koma helgi og er hún kærkomin að þessu sinni (eins og alltaf reyndar). Rannveig og Anna koma á morgun og verða yfir helgi og ég geri ráð fyrir að eitthvað verður teigað af öl.
Stefnan er líka tekin á að kíkja á fredagsbar á morgun með bekknum, langt síðan það hefur gerst. Veiiiii!!!!
þriðjudagur, febrúar 21, 2006
Veðurfar
Hvernig stendur á því að það er 10 stiga hiti á Íslandi en einungis við frostmark hér í DK? Mútter svaka hörð búin að fara golf utandyra og alles. Ég fer ekki útúr húsi nema að vera svo kappklætt að ég get varla hreyft mig.
Annars er ég orðin ein í kotinu á ný. Hildur er flutt nær vinnunni sinni í Gentofte.... ekkert smááá mikið pláss í rúminu núna.
Uppáhalds skóbúðin mín er með útsölu.... mig langar svoooo að panta mér fullt fullt af skóm en námslánin leyfa það víst ekki.
Annars er ég orðin ein í kotinu á ný. Hildur er flutt nær vinnunni sinni í Gentofte.... ekkert smááá mikið pláss í rúminu núna.
Uppáhalds skóbúðin mín er með útsölu.... mig langar svoooo að panta mér fullt fullt af skóm en námslánin leyfa það víst ekki.
sunnudagur, febrúar 19, 2006
framtakssemi?
Jæja allt sem átti að gerast sem lýst var í síðustu færslu hefur ekki enn gerst. Þvotturinn safnast, íbúðin enn óhrein, flöskurnar á sínum stað og ekkert nema sultur í ísskápnum. Við erum haugar! Viðurkenni það alveg fúslega.
Bjórdrykkja hefur verið nokkur þessa helgina en samt farið í háttinn á eðlilegum tíma. Sumir hafa samt verið duglegri en aðrir í bjórnum byrjar á H endar á ildur.
Bjórdrykkja hefur verið nokkur þessa helgina en samt farið í háttinn á eðlilegum tíma. Sumir hafa samt verið duglegri en aðrir í bjórnum byrjar á H endar á ildur.
föstudagur, febrúar 17, 2006
Af svefnvenjum
Þar sem síðustu tvö blogg hafa verið um mínar svefnvenjur þá kemur hér eitt í viðbót. Náði að sofa loksins í nótt og tók smá líkamsrækt í draumunum prógrammið er að virka.
Annars er frídagur í dag bæði hjá mér og Hildi. Ætlunin er að fara með allar dósirnar og faxekondi og bjór flöskurnar sem hafa safnast upp hér í íbúðinni. Já já og versla svo í skápana fyrir peningana sem við fáum þar. Heilsuátak í gangi hjá Hrebbnunni og er málið að fara reglulega í ræktina á næstunni og borða voða voða hollt. Úff svo er líka planið að setja í þvottavél. Ofurhúsmæður í dag!
Í kvöld á svo að mála bæinn rauðann með Hörpu og Lóu... Cosmopol here we come.
Annars er frídagur í dag bæði hjá mér og Hildi. Ætlunin er að fara með allar dósirnar og faxekondi og bjór flöskurnar sem hafa safnast upp hér í íbúðinni. Já já og versla svo í skápana fyrir peningana sem við fáum þar. Heilsuátak í gangi hjá Hrebbnunni og er málið að fara reglulega í ræktina á næstunni og borða voða voða hollt. Úff svo er líka planið að setja í þvottavél. Ofurhúsmæður í dag!
Í kvöld á svo að mála bæinn rauðann með Hörpu og Lóu... Cosmopol here we come.
fimmtudagur, febrúar 16, 2006
Svefnleysi
Eitthvað er líkami minn ósáttur þessa dagana og barasta vill ekki fara að sofa. Núna tvær nætur í röð hef ég bara legið andvaka alla nóttina. Ég hef reynt allt til þess að sofna en allt fyrir ekkert. Ég hef náð að dotta í hálftíma og hálftíma en ekkert meira en það. AAARG! OG ég er svooooo þreytt!
Annars er Hrebbnan komin í helgarfrí.... vííííííí!
Annars er Hrebbnan komin í helgarfrí.... vííííííí!
þriðjudagur, febrúar 14, 2006
edlilegt?
Ég bara spyr er edlilegt ad dreyma ad madur sé í pallatíma í eróbikk og vakna med hardsperrur?
En ef thetta heldur áfram svona tha verd ég geggjad fitt thegar sumarid kemur! Búin ad ákveda ad medan ég sef á næturnar thá verda tholæfingar 2 í viku og lyftingar 3 sinnum í viku og svo jóga og tai chi hina dagana. Djøøøø hvad ég verd flott!
En ef thetta heldur áfram svona tha verd ég geggjad fitt thegar sumarid kemur! Búin ad ákveda ad medan ég sef á næturnar thá verda tholæfingar 2 í viku og lyftingar 3 sinnum í viku og svo jóga og tai chi hina dagana. Djøøøø hvad ég verd flott!
sunnudagur, febrúar 12, 2006
Rauðvín....
Ég er hætt að drekka rauðvín í bili... þjáningin eftir að hafa drukkið þennan vökva er engri lík. Annars já það var massíft á þorrablótinu í gærkveldi... allir úber ölvaðir eins og er íslendinga siður. Ég ákvað að drekka vatn drjúgan hluta kvölds vegna hehumm já vegna rauðvínið rann aðeins of ljúflega niður fyrri hluta kvölds.
Hitti fullt af fólki bæði sem ég þekkti og þekkti ekki en hvað er geggjað skrítið að heyra íslensku meðal 600 manns í útlöndum! Mér fannst hinsvegar lítið til matsins koma og má segja að næringin þetta kvöldið hafi komið aðallega frá rauðum þrúgum. ÚFF!
Myndir komnar á netið....
Hitti fullt af fólki bæði sem ég þekkti og þekkti ekki en hvað er geggjað skrítið að heyra íslensku meðal 600 manns í útlöndum! Mér fannst hinsvegar lítið til matsins koma og má segja að næringin þetta kvöldið hafi komið aðallega frá rauðum þrúgum. ÚFF!
Myndir komnar á netið....
laugardagur, febrúar 11, 2006
Þorrablót
Í kvöld verður hið magnaða þorrablót Íslendingafélagsins hér í Köbenhavn. Dressið er straujað og reddí og skórnir búnir að fara til skósmiðs í pússun. Ég geri ráð fyrir að nokkrir bjórar verða drukknir í kvöldinu jafnvel eitthvað sterkara. En ég er búin að heita því að brennivín fái ekki að fara inn fyrir mínar varir... sérstaklega ekki eftir brennivín og ísteið hér um daginn.
Á morgun geri ég ráð fyrir þynnku...
Á morgun geri ég ráð fyrir þynnku...
fimmtudagur, febrúar 09, 2006
Næling...
Eva Rut var svo góð (uhumm hóst hóst) að næla mig... en þar sem mér leiðist ákkúrat núna ætla ég að taka þátt....
4 störf sem ég hef unnið:
Alþingi
Íslensk Matvæli
Radisson SAS
Svo ótal mörg kaffihús og veitingastaðir.
4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
Clueless
Allar Tarantino myndir
Grease
Star Wars myndirnar
4 staðir sem ég hef búið á:
Kaupmannahöfn
Reykjavík
Boca Raton, FL
Gainesville, FL
4 sjónvarpsþættir sem ég elska að horfa á:
LOST
Simpsons
American Dad
that 70´s show
4 uppáhalds geisladiskar:
Micheal Bublé, it´s time.
System of a down, Mesmerize
The Darkness, Permission to land
Portishead, Dummy
4 staðir sem ég hef verið í fríi á:
Frakkland
Florida
Karabíska hafið
London
4 vefsíður sem ég skoða daglega:
mbl.is og aðrar fréttasíður
gmail.com
b2.is
vitleysingur.blogspot.com og linkarnir þar
4x besti maturinn:
Lambalæri að hætti mömmu og pabba með öllu sem fylgir.
Íslenskur fiskur... mmmm mig langar í fisk.
Salat með fullt fullt af gumsi og svo fetaost
Djúsí þynnkuostborgari með frönskum.
4 bloggarar sem ég næli:
Hver sá sem nennir....
4 störf sem ég hef unnið:
Alþingi
Íslensk Matvæli
Radisson SAS
Svo ótal mörg kaffihús og veitingastaðir.
4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:
Clueless
Allar Tarantino myndir
Grease
Star Wars myndirnar
4 staðir sem ég hef búið á:
Kaupmannahöfn
Reykjavík
Boca Raton, FL
Gainesville, FL
4 sjónvarpsþættir sem ég elska að horfa á:
LOST
Simpsons
American Dad
that 70´s show
4 uppáhalds geisladiskar:
Micheal Bublé, it´s time.
System of a down, Mesmerize
The Darkness, Permission to land
Portishead, Dummy
4 staðir sem ég hef verið í fríi á:
Frakkland
Florida
Karabíska hafið
London
4 vefsíður sem ég skoða daglega:
mbl.is og aðrar fréttasíður
gmail.com
b2.is
vitleysingur.blogspot.com og linkarnir þar
4x besti maturinn:
Lambalæri að hætti mömmu og pabba með öllu sem fylgir.
Íslenskur fiskur... mmmm mig langar í fisk.
Salat með fullt fullt af gumsi og svo fetaost
Djúsí þynnkuostborgari með frönskum.
4 bloggarar sem ég næli:
Hver sá sem nennir....
þriðjudagur, febrúar 07, 2006
Ofurdugnaður...
Já já loksins kom mér upp úr þessari leti sem hefur verið í gangi. Er að taka íbúðina í gegn en hún var orðin smá viðbjóður. Tók einnig fataskápinn minn í gegn og þannig nú kem ég öllum fötunum mínum í viðeigandi hirslur.
Svo er ég búin að setja inn fullt af myndum bæði héðan frá Köben og einnig frá Svíþjóð.
Ég er ekkert smá stolt af mér að nenna þessu loksins!
Svo er ég búin að setja inn fullt af myndum bæði héðan frá Köben og einnig frá Svíþjóð.
Ég er ekkert smá stolt af mér að nenna þessu loksins!
Fréttirnar
Verð ég ekki aðeins að ræða um atburðina sem eru að gerast í heiminum?
Eins og allir hafa tekið eftir þá er Danmörk ekki beint vinsælasta landið í heiminum í augnablikinu. Alls staðar sem maður fer þá er þetta rætt. Eitt merki um að fólk er svolítið hrætt er að Nörreport lestarstöðin er liggur við tóm á morgnanna. Ég tek metró á morgnanna eins og ég geri alltaf og í stað þess að allir hrúgast út á Nörreport er fólk að hrúgast út stöðina á undan. Annað sem maður tekur eftir er löggan... hún er allsstaðar núna og miklu duglegri við að nota sírenur. Það eru flestir sem ég hef talað við eru vissir um eitthvað svakalegt muni gerast hér á næstunni spurning bara um hvað og hvenær.
En að hugsa sér vitleysu að fólk er að slasast og deyja vegna einhverra teiknimynda.
Annars er skítakuldi hér í borg... liggur við maður fari út í skíðagallanum.
Eins og allir hafa tekið eftir þá er Danmörk ekki beint vinsælasta landið í heiminum í augnablikinu. Alls staðar sem maður fer þá er þetta rætt. Eitt merki um að fólk er svolítið hrætt er að Nörreport lestarstöðin er liggur við tóm á morgnanna. Ég tek metró á morgnanna eins og ég geri alltaf og í stað þess að allir hrúgast út á Nörreport er fólk að hrúgast út stöðina á undan. Annað sem maður tekur eftir er löggan... hún er allsstaðar núna og miklu duglegri við að nota sírenur. Það eru flestir sem ég hef talað við eru vissir um eitthvað svakalegt muni gerast hér á næstunni spurning bara um hvað og hvenær.
En að hugsa sér vitleysu að fólk er að slasast og deyja vegna einhverra teiknimynda.
Annars er skítakuldi hér í borg... liggur við maður fari út í skíðagallanum.
sunnudagur, febrúar 05, 2006
Sverige
Þá er ég komin aftur heim til mín eftir magnaða helgi í Sverige. Á föstudag fórum við í eitthvað partý og svo á stúdentastað endaði með því að ég og Rannveig vorum smá hífaðar að syngja karókí uppi á borði. Auðvitað!
Þynnka var allveruleg á laugardeginum en við vorum ekki alveg að meika að vera til. En seint um kveldið ákváðum við að opna eina rauðvín og þá varð ekki aftur snúið. Kláruðum þá flösku og meira að segja opnuðum aðra! Fórum svo í eitthvað teiti þar sem við vorum fjórir íslendingar og ákváðum að hafa skemmtiatriði og syngja Stál og Hnífur fyrir Svíana. Mjöööög fyndið. Endaði að sálgreina fólk um sjö um morguninn.....
En gvuð það má hvergi reykja í Svíaríki og maður fattar ekki alveg hvað maður drekkur mun meira þegar maður hefur ekki sígó til að stoppa sig af. Skrítið að sitja og kaffihúsum og börum og mega ekki kveikja. Og og og maður þarf að fara í ríki til að kaupa áfengi! OG og og ÉG var beðin um skilríki!!!
Er að vinna upp reykingarleysið núna! I luv DK!
Þynnka var allveruleg á laugardeginum en við vorum ekki alveg að meika að vera til. En seint um kveldið ákváðum við að opna eina rauðvín og þá varð ekki aftur snúið. Kláruðum þá flösku og meira að segja opnuðum aðra! Fórum svo í eitthvað teiti þar sem við vorum fjórir íslendingar og ákváðum að hafa skemmtiatriði og syngja Stál og Hnífur fyrir Svíana. Mjöööög fyndið. Endaði að sálgreina fólk um sjö um morguninn.....
En gvuð það má hvergi reykja í Svíaríki og maður fattar ekki alveg hvað maður drekkur mun meira þegar maður hefur ekki sígó til að stoppa sig af. Skrítið að sitja og kaffihúsum og börum og mega ekki kveikja. Og og og maður þarf að fara í ríki til að kaupa áfengi! OG og og ÉG var beðin um skilríki!!!
Er að vinna upp reykingarleysið núna! I luv DK!
fimmtudagur, febrúar 02, 2006
erfitt líf!
Sella gella yfirgaf Köbenhavn í morgun. Þannig nú er ég bara aaaalein hér í A702 sem gerist ekki oft.
Ekki nóg með að maður er búin að vera í ofurlöngu fríi þá er bara frí í dag líka! Þannig ég er búin að vera ofurlöt í dag að safna kröftum fyrir Svíþjóð um helgina. Reyndar litaði ég á mér hárið í stíl við fínu klippinguna sem ég fékk í gær. Alveg einstaklega dömuleg!
Ég er í smá fríi frá operation dama því þetta er svo drullu erfitt... ok nei reyndar þá er ég bara í rannsóknarvinnu núna. Hvað finnst ykkur ég þurfi að læra?
Ekki nóg með að maður er búin að vera í ofurlöngu fríi þá er bara frí í dag líka! Þannig ég er búin að vera ofurlöt í dag að safna kröftum fyrir Svíþjóð um helgina. Reyndar litaði ég á mér hárið í stíl við fínu klippinguna sem ég fékk í gær. Alveg einstaklega dömuleg!
Ég er í smá fríi frá operation dama því þetta er svo drullu erfitt... ok nei reyndar þá er ég bara í rannsóknarvinnu núna. Hvað finnst ykkur ég þurfi að læra?
miðvikudagur, febrúar 01, 2006
Bloggleti
Nóg ad gera thessa dagana! Sella er í heimsókn svo heidradi Jóney Københavnbúa med nærveru sinni í gær. Thad er alveg nokkur ár sídan ég sá Jóneyu sídast enda er hún búsett í Ungverjalandi.
Ég er loksins byrjud í skólanum eftir mjøøøg langt hlé. En audvitad byrjar thetta alveg einstaklega hægt enda er thad háttur dana í hnotskurn. Vid erum nú á thriggja vikna námskeidi í AutoDesk. Ég skil ekki afhverju okkur var ekki kennt á thetta forrit strax en thad er bara thróun á AutoCad... AutoCad er fornaldar drasl midad vid thetta.
Hildur er stungin af til Skotlands og ég mun stinga af til Lundar á føstudag. Sólveig er á Ítalíu thannig aumingja Elín Ása verdur aaaalein um helgina.
Svoooo er thorrablót hjá Íslendingafélaginu 11. febrúar og audvitad mun vinahópurinn fjølmenna á thad.
Ég er loksins byrjud í skólanum eftir mjøøøg langt hlé. En audvitad byrjar thetta alveg einstaklega hægt enda er thad háttur dana í hnotskurn. Vid erum nú á thriggja vikna námskeidi í AutoDesk. Ég skil ekki afhverju okkur var ekki kennt á thetta forrit strax en thad er bara thróun á AutoCad... AutoCad er fornaldar drasl midad vid thetta.
Hildur er stungin af til Skotlands og ég mun stinga af til Lundar á føstudag. Sólveig er á Ítalíu thannig aumingja Elín Ása verdur aaaalein um helgina.
Svoooo er thorrablót hjá Íslendingafélaginu 11. febrúar og audvitad mun vinahópurinn fjølmenna á thad.