miðvikudagur, mars 22, 2006

Vorið er að koma

Í dag í fyrsta skipti í lengri tíma er ekki svo kalt og sólin skín. Þegar ég fór út fékk gleðitilfinningu um að vorið er aaaalveg á næsta leiti. Oh hvað ég hlakka til. Það eru komin 1001 plön um hvað á að gera í sumar nú er bara spurning hvað af þessu verður að veruleika.


Já já ég var komin í metró í morgun því ég þurfti að fara að hitta hópinn minn í skólanum... nei nei þeir hættu við. Þannig ég hélt bara heim á leið, kom við í bakaríinu og fékk heitt brauð og valhoppaði heim á leið. Fékk mér kaffi og sígó með Kötlu via Skype... já allir að fá sér Skype.

Voðalega er þetta viðbjóðslega hamingjusöm færsla... vantar bara bleiku skýin og einhyrningana.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

It's going to be finish of mine day, but before finish I am reading this wonderful paragraph to improve my experience.
Look into my web page Loans for Bad Credit