föstudagur, apríl 30, 2004



SMSbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone
Nei sko það er barasta kominn föstudagur.....

GLEÐI GLEÐI GLEÐI! Mamma á fullu að gera sig og pabba reddí fyrir sunnudaginn.... en þá fara þau í sitt langþráða golffrí til Myrtle Beach... Dabbi bró hlakkar líka til að fá þau en aðallega að ég held til að fá einhverja stórsteikina.

Dabbi er nú búinn að panta mat hjá mér kvöldið sem hann kemur heim... m&p fannst þetta svo sniðugt hjá honum að nú eru þau líka búin að panta mat kvöldið sem þau koma heim. Riiiight.... 5812345 já eina stóra með öllu sko mig búin að elda! múhahahhaa

Ég held ég fái að fara soldið snemma heim í dag eða það er allavega planið á þinginu... en það er nú aldrei að vita hvað þessu fólki dettur í hug að tjá sig um.

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Oh mér fannst þetta smsblogg svoooo sniðugt en það virðist ekki ætla að virka hjá mér.... átti að standa: Veist þú hver er aftastur í símaskránni hvað þá næst aftastur?

Annar laaaangur dagur í vinnunni. Búin að vera í 12 tíma á eftir ca 5 tíma. En mér finnst etta samt mjög skemmtilegt. Að vísu sé ég soldið eftir því að hafa ekki farið beint að hátta í gær þegar ég kom heim í stað þess að lesa fram á nótt. Stupid me.

Getur verið að kallinn minn komi barasta og verði hér í sumar. Kemur í ljós. Sem þýðir að öllum líkindum þá skrepp ég ekki til Florida í haust. En Þýskaland er enn á áætlun kannski maður lengi bara þá ferð og taki einhver önnur lönd með í leiðinni.

Við fáum svo útlendinga í heimsókn um miðjan júlí þetta eru nágrannar okkar frá Florida fyrir hva ca 15 árum... og ég hef ekki séð þau síðan þá! This is gonna be very interesting. Ég er meira að segja að spæla í að taka þessa tvo daga sem þau verða hérna í frí.

Jæja best að fara að fylgjast með....

(það er ekki í lagi með mann að kveikja á Alþingisrásinni á sjónvarpinu um leið og maður kemur heim)


SMSbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Ok klukkið er 18 og ég er búin að vera hérna í 9 tíma og á líklega eftir að vera hérna í 9 tíma í viðbót!
Ósköp getur þetta fólk talað!

Humm kannski ég ætti að gera svona sjálsskoðunarlista um sjálfa mig... svona eins og Sella gerði um daginn og margir bloggarar hafa verið að gera undanfarin misseri. En það er eiginlega spurning hvort ég hreinlega nenni því og einnig hefur fólk virkilega áhuga að vita eitthvað svona.

En sko það er aldrei að vita hvað gerist eftir 2-3 klukkutíma.

Svo var ég að komast að því ég er ekki að fara að gera rassgat um verslunarmannahelgina (sérstaklega ekki fara til Eyja eins og til stóð) því ég verð að vinna hérna við forsetasetninguna sem er 1. ágúst. Annar dagur sem ekki kemur til greina sem djammdagur (öllu heldur kvöldið áður) er 17. júní. O well kannski safnar maður einhverjum pening í staðinn. Sem er náttúrulega alveg sérstaklega gott ef maður hefur í hyggju að fara af hótel mömmu.
Hellúúúú

Ekkert smá gott veður! Væri alveg til í að vera úti á Austurvelli með ís að sóla mig og komast úr þessari þvílíkt hlýrri dragt! Maður er að kafna.

Kíkti á Prestó í gær og hitti Hildi og Evu og fékk þennann líka lesa-undir-próf-fíling. Kepptumst alveg við að koma frá okkur eigin blaðri. En nú styttist skuggalega í að M&P fari út, Dabbi komi heim frá USA og Katla komi heim frá Austria og svo má ekki gleyma próflokum hjá öllum nemendum og AUdda júróvisíon! HELL YEAH!

mánudagur, apríl 26, 2004

Oh ég er svo mikill snillingur....

Náttúrulega fæ svo stuttan matartíma og þá heldur maður að maður spari fullt af tíma með að gera marga hluti í einu. Eins og málshátturinn sem ég fékk í páskaeggi tvisvar sem krakki segir OFT TEFUR FLÝTINN. já já það var sko alveg dæmið rétt í þessu var sko að henda jógúrtinni í ískápinn, setja matinn minn í örbylgjuofninn, tala í símann og vaska upp gafal allt á sama tíma... nema hvað hillan í ískápnum var eitthvað laus þannig ég missti gafalinn og jógúrtin smallaðist í gólfið og ALLT út í jógúrt... Tók mig korter að þrífa þetta upp... nákvæmlega helmingurinn af matartímanum!

Lítur út fyrir að verða langur dagur í þinginu.

sunnudagur, apríl 25, 2004

Yo PEOPLE!

Vinnan búin að vera massíf! Þannig mér finnst ég stundum hafa ósköp lítið að kjafta um... þannig ég skrifa bara ekki neitt.

Jæja búin að vinna að því þessa dagana að hitta vini mína aaaaðeins meira en ekki neitt. Hitti Hildi á kaffihúsi í gær, Sigrúnu í gær og talaði við nokkra vinina í síma.

Hey svo er nýjasta af mér að frétta að ég er alvarlega að spá í að yfirgefa hótel mömmu í sumar... fara að leigja hjá Kötlu beib. Er að vinna að fjárhagsáætlun þessa dagana... Að vísu verð ég þá aðeins lengur að safna mér fyrir eigin íbúð en þetta hlýtur að hafast einhvern daginn. Dabbi bró (þótt hann búi í USA) er búinn að innrétta herbergið mitt og gera ráðstafanir með það svæði sem talist hefur mitt fram að þessu.

Svo datt mér annað snilldarlegt í hug... að Jon komi bara sem skiptinemi í HÍ einhvern tímann þá lærir hann íslensku eins og honum langar svo til að gera og þá getum við prófað að búa saman á þessu landi. Svo ekki sé talað um auðveldara að fá dvalarleyfi með því að vera í skóla.

Vika í útborgunardag!

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Stundum fer fólk í taugarnar á mér og ég veit ekki af hverju!

mánudagur, apríl 12, 2004

GLEÐILEGA PÁSKA!!!!

Sat sæl og át mitt sjálfkeypta páskaegg í gær það sést samt ekki högg á vatni, því held ég að ég verði étandi súkkulaði það sem eftir er mánaðarins.

Kominn svona nettur sumarferðahugur í mann... nýjasta hugmyndin hjá mér og Jon er að kíkja aðeins til Evrópu í sumar... fljúga til Amsterdam (mætumst bara í flugvélinni) síðan vera þar í nokkra daga og keyra svo til Hrefnu og Ben og eyða smá tíma með þeim og svo jafnvel keyra eitthvað meira um Evrópu. Mér finnst þetta massíf góð hugmynd. Stefni fastlega á að framkvæma hana.

Síðan er hugmyndin líka að ég skreppi til Florída í sumar og tjekki aðeins á fólkinu. Það er hugmynd sem verður framkvæmd alveg sama hvað.

Þannig ég mun safna eitthvað af ferðapunktum!! Wúhúhú!

Annars er ég í vinnunni núna... mætti klukkan átta í nótt (ok í morgun) og fæ að fara klukkan tuttugu (20.00) LAAAANGUR dagur!

Styttist í: að Katla komi heim, að mamma og pabbi fari út, að Dabbinn komi heim og að sumarið komi

laugardagur, apríl 10, 2004

YO YO YO Einn dagur í páskaeggjaát

Hva segist?? Ég skellti mér barasta á djammið í gærkveldi. Svona nett frændsystkinadjamm. Fór reyndar aðeins öðruvísi en hafði verið á dagskrá en hvað um það skiptir engu máli. ótrúlega fyndið fórum náttúrulega frænkurnar í heimsókn til Ara og urðum að fá okkur grjónagrautinn hans. Að því loknu fórum við út að labba í rigningunni. Ferðinni var heitið á kjallarann en neiiiii það var LOKAÐ!!! þvílíkt hneyksli.

Heyrðum þá að Gunnar væri á Amsterdam og skelltum okkur þangað.... ég hafði ekki komið þangað síðan ég var 18 ára. Very interesting. Klukkið var orðið margt og við ákváðum barasta að skella okkur heim. Rúmið kallaði alveg á mig.... hrebbna hrebbna farðu að sofa Gerði bara eins og mér var sagt.

föstudagur, apríl 09, 2004

Heil og sæl gott fólk

Barasta í fríi í dag!! Voðalega notalegt að vakna bara þegar maður vaknar en ekki við vekjaraklukkuna.
Í gærkveldi fór ég og hitti skvísurnar Sigrúnu, Tinnu og Sollu á einu kaffihúsinu. Sátum þar og spjölluðum heillengi náttúrulega fengum okkur einn bjór til að létta um vöðvanna í kjaftinum. Plönuðum eitt stk. pottagellupartý um miðjan maí... en þá verður Katla einnig komin heim. Oh ég er strax farin að hlakka til. Annars talaði ég aðeins við Kötlu beib í gær og þá segir hún mér að hún hafi átt kærasta í alveg heila viku. En svo flutti hún burt og henni var alveg sama. Ótrúleg!

Fer bráðum alveg næstum því alveg að nenna að setja myndir inn.

Í kveld langar mig soldið að fá mér í glas og fara á lífið. Hver og hver og vill og verður?

Hey ég gleymdi nú alveg að tilkynna um mitt nýjasta apparat! Mega flott alveg. Fjarskiptatæki af gerðinni SonyEricsson með myndavél og læti. Þetta er alveg tæki sem tekur smá tíma að læra á. OG ég get notað hann hvar sem er í heiminum. Sem er mér mjög mikilvægt.

fimmtudagur, apríl 08, 2004

Gleðilegan Skírdag!!

Ok ég reddaði þessu með páskaeggið bara sjálf.... fór bara í Bónus og keypt eitt Nóa nr. 6! Þannig ég er í góðum málum! Kannski ef mamma og pabbi eru góð fá þau að smakka.

Fór um allann bæinn að leita að páskaeggi fyrir Heklu. Átti sko að vera Púkaegg með Mæju Pæju... ekki til í Bónus, ekki í Hagkaup, ekki í Nóatúni, ekki í 10/11 neiiii ég fann það loksins hjá Nammi.is í Smáralind. Ósköp var ég nú ánægð. Og býst við að Hekla verði það líka!

Núna er ég í vinnunni með sjónvarpsfjarstýringuna í einni, lyklaborðið í hinni og borða inn á milli. Frekar nett!

miðvikudagur, apríl 07, 2004

Ég er með það alveg innstimplað í hausinn á mér að það sé föstudagur... en það er bara miðvikudagur! Ok að vísu eru allir í fríi á morgun (audda ekki ég samt) þannig það má segja að það sé plat föstudagur.

Birna og Hekla komu og borðuðu hádegismat hérna niðri á þingi. Voða stuð... Hekla þekkti sko alveg dökkkrullhærða gaurinn sem var í sama flokki og mamma hennar og var að heilsa henni. Sýndi þeim húsið og svona skemmtilegheit. Síðan fara þær til Florida á morgun og mér skilst það eigi að kíkja aðeins í Disney. Oh örugglega gaman að vera 5 ára og upplifa svona í fyrsta sinn.

Mér finnst mamma mín eigi að gefa mér páskaegg því ég er svo góð! Hver er sammála mér?

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Ok þessir þingmenn tala bara til að tala....

Jæja Hrebbna hélt saumaklúbb um helgina og tókst það með ágætum. Eldaði dýrindis mat og hafði kælt hvítvín með og síðan massífur eftirréttur. Eitthvað þurfa þessar stúlkur að læra á klukku því mjöööög fáar mættu á réttum klukkutíma.

Á Laugardagskveldið var mér boðið í sjötugsafmæli til frænda míns. Mjög nett það teiti... tók að mér að skipuleggja ættarmót í Reykjanesi (á Vestfjörðum) í sumar. Don´t know how I get myself into these things. En allavega mætti síðan til Þóris frænda því ég og Íris vorum á leiðinni á tjúttið. Í bæinn við héldum að lokinni örlítilli drykkju. Stoppuðum aðeins í heimsókn hjá vini okkar Ara og skófluðum í okkur grjónagraut að sið Ara. Því næst ráfuðum við í bænum að leit að hlýjum stað sem seldi öl. Eftir að hafa rannsakað nokkra staði fórum við inn á kjallara sem kenndur er við leikhús. Hittum þar fullt af vinum og vandamönnum og ákváðum að dvelja þarna það sem eftir var kvöldsins eða þangað til við vorum ekki velkomnar þar inni lengur. Dönsuðum frá okkur vit og vitleysu. Svo mikið að erfitt er enn að stíga í fæturna þó liðið sé mjög á vikuna.
Svo var stoppað við hjá Nonna og spjölluðum þar við nokkra vestfirðinga og þóttumst vera læknar við annann og töldum honum trú að best væri fyrir hann að koma aðeins við á slysó. Náðum okkur síðan í leigara og héldum heim á leið.

Sunnudegi var eytt í þynnku!

Mánudagur.... var til miðnættis í vinnunni þótt allir þingmenn væru næstum því sammála um mál dagsins.