sunnudagur, september 14, 2003

Komin með netið heima!!

Loksins komið í gang. Hallelúja og amen (ég er nebblilega svo trúuð hóst hóst)

Fór á Amerískan fótboltaleik í Orlando í gær milli skólans míns og skóla systur Jons. Mergjað gaman... og það er ekkert smá lagt í þetta. Í hvert skipti sem heimliðið (UCF) skoraði var skotið af fallbyssu, engin smá læti. Áður en leikurinn byrjaði var bílastæðið fullt af fólki að grilla og drekka bjór massíft partý. Leikurinn sjálfur var svo spennandi að fólk átti ekki til orð. Bæði liðin skiptust á að vera yfir og svo í lokin var liðið mitt (FAU) næstum komnir að touchdown línu en þá var tíminn búinn þannig UCF vann.

Oh ég er bara svo hamingjusöm núna að vera komin í samband við umheiminn. Sé ykkur á MSN.

Engin ummæli: