miðvikudagur, september 24, 2003

AEfingar i hita ekki snidugar

Hæ hæ,
Var að koma af æfingu. Við erum að keppa á móti í Cocoa Beach um helgina þannig það er verið að fara yfir ALLT massa vinna. Það er alltaf verið að breyta í hvaða stöðu ég á að vera og núna er ég barasta orðin rugluð... ég held ég sé komin í stöðuna sem ég var í upphaflega. Smá valdabarátta innan rugbyliðsins sem er ekki að gera góða hluti. Við byrjuðum að spila með nokkrum stelpum frá Ft. Lauderdale og núna er ekki einu sinni á hreinu í hvaða búningum við spilum á laugardag. Já já svo voru hinar gellurnar að fara fram á að stelpurnar keyptu stuttbuxur og fl merktar þeirra liði.... ég og Vero sögðum nei nei þið þurfið ekki að kaupa neitt. Bara ef þið eigið stuttbuxur verið í þeim og helst bláar.
Þetta eru fátækir námsmenn og þetta FT.Lauderdale fólk er ekki að fatta það.

Annars er ég að drepast úr ofnæmi en samt hef ég ekkert verið heima hjá Jon, ég held það sé grasið á vellinum þar sem við æfum. Sökkar feitast.

Oj oj oj ég er að borða kvöldmat og klukkið er hálf ellefu! Og það súpa úr dós sem er ekkert sérstaklega góð. Oh vorkenniði ekki mér?

Annars eru nokkrir klukkutímar eftir af heimaþrældóm þannig best að halda áfram.

Engin ummæli: