þriðjudagur, september 16, 2003

Ég held hún sé að flytja!

Jæja það var sambýlingafundur í gærkvöldi og allir sögðu það sem þau þurftu að segja. Ég held að hlutirnir batni en Lex gat ekki séð að það væri neitt að. Val og ég vorum að reyna að útskýra fyrir henni að hún byggi ekki hérna ein og hún yrði að taka tillit til allra. En neiii hún var ekki að sjá það. En þá sögðum við ef hlutirnir breyttust ekki þá yrðu það ekki við sem flyttum. Hún rauk þá til og sagði að hún yrði farin fyrir mánaðarmót og fór svo eitthvert. En hringdi stuttu seinna í Val og bað hana að flytja inn í herbergið mitt. Val vill það ekki því, hún flutti í þessa íbúð til að hafa eigið herbergi og vera laus við vesen.

æ allavega ætla ég að bíða og sjá hvernig þetta allt fer.

Engin ummæli: