föstudagur, september 19, 2003

Halloooo

Hæ aftur... hey já þessi byrjaði einnig að blogga í gær/dag!

Fór á æfingu áðan... það var sér þjálfari að kenna okkur að fara í Scrum. Massa nett að vita loksins hvernig á að gera hlutina rétt. Við gátum ýtt (á scrumsleða) 4 fullorðnum (tveir stórir karlmenn og tvær meðalstórar stelpur) og vorum bara tvær! Sem þýðir að við erum að beita okkur rétt. Það er mót á laugardag eftir viku og ég er orðin svoldið stressuð.

Í Econometrics í dag þá fórum við nokkrar að ræða saman og ég komst að því að ég er ekki sú eina sem er ekki að skilja þetta 100% þannig við ætlum að búa til studygroup. Gvuð nú er ég komin í 2 studygroup, rugbyliðið, og fl fl fl.... hef ég tíma til að sofa?

Nei annars finn ég þvílíkan mun á mér að vera byrjuð að æfa aftur, maður er einhvern veginn skýrari í kollinum. (Segi ég og sýp á bjórnum mínum)

Svo er ég að laga myndaalbúmin!! vei vei vei. Og um helgina mun ég fá lánaða digital myndavél og ætla að taka myndir af íbúðinni minni og fleiru. vúhúhú

Engin ummæli: