miðvikudagur, ágúst 07, 2002

Síðasta kvöldmáltíðin var áðan.....bróðir minn fer í nótt. Ég þarf sem sagt að vakna klukkan 4:30 í nótt og keyra hann út á flugvöll. Oh ég er svo góð systir! Nei annars svindl hann er að fara í fyllerísferð til Krítar og ég er að flytja en samt þarf ég að kveðja hann.....HANN á að kveðja mig!
Bara tjill dagur á morgun samt....klipping og dúllerí síðan bara players um kvöldið. Allir að mæta þangað til að kveðja mig! Veit iggi alveg klukkan hvað en einhvern tíman. Tha last icelandic beer for awhile!
Ég get nú samt ekki neitað því að hnúturinn í maganum verður sífellt stærri. Eiginlega komin inn á stress stigið.....annaðhvort fer ég að öskra eða ég verð alveg hrikalega syfjuð.

skrifa meir um stress kastið á morgun.....

Engin ummæli: