mánudagur, ágúst 05, 2002

Djamm í bænum um verslunarmannahelgi er soldið furðulegt fyrirbæri! Mjög rólegt eitthvað en samt brjálað.

Ég fór með Írisi, Kötlu og Huldu í bæinn. Byrjuðum á Vegamótum í nettu tjilli. Hittum þar Tinnu, Ómar og skólabræður mína tvo. Mökkurinn þarna inni var hrikalegur en það mátti ekki opna glugga vegna áhættu við að fá ákæru fyrir hávaðamengun. Ef fólk býr í miðbænum myndi ég halda að það ætti að íhuga það að flytja ef það ætlar að kvarta undan hávaðamengun. Þegar súrefnið var að þrotum þá var haldið út. Hópurinn hafði breyst þá aðeins nú voru það ég, Íris og Anna Rakel sem héldum uppi fjörinu í bænum. Við ætluðum að fara á hverfisbarinn en röð dauðans var þar, þannig við skoppuðum um bæinn í góðum fíling. Enduðum á gauknum....þar voru englarnir að spila. Stuttu eftir komuna og smá trylltan dans braut ég hælinn af skónum mínum....eins og allir vita þegar ég djamma kemur alltaf eitthvað fyrir....oftar en ekki tengist það skónum mínum. Nú voru góð ráð dýr...hvað skyldi gera? Ég smellti mér bara úr skónum og var berfætt og dansaði eins og ég ætti lífið að leysa.

Ég hitti þarna mjög athyglisvert fólk, fleiri voru á síðasta djamminu sínu á Íslandi í bili. Það var nefnilega einn þarna sem var að djamma vegna þess að hann var að fara í meðferð á þriðjudag. Já já þekkti sko Einar Ágúst síðan þeir voru saman í meðferð '99. Svo voru náttúrulega litlu börnin frá Dýrafirði. Tveir strákar sem voru 18-19 ára fannst ég og Anna Rakel voða skemmtilegar. Síðan fór annar þeirra að tala við mig. Spurði mig hvað ég væri gömul ég sagði að ég væri nú eldri en hann. Ha veistu hvað ég er gamall? já örugglega að verða 19 ára. Vá maður þú ert skyggn eða eitthvað. Já ég er frá Dýrafirði veistu hvar það er? Já reyndar. Vó maður hefuru komið þangað? Já var nú bara á Ísafirði fyrir tveimur vikum. Shit fórstu á Sæluhelgina? Já reyndar. Kúl maður það var massa djamm. Svo var þarna einn sem var allann tímann sem við vorum þarna að sniglast í kringum okkur, alltaf að horfa á okkur dansa, dansaði ekkert sjálfur. Nema dansaði við síðasta lagið og fór. ég kalla hann virkilega félagslegabældagaurinn. Don carlione náði að fanga hjarta (sem var undir áhrifum) Írisar. Hann þóttist vera að læra atvinnuflugmanninn. Hann elti Írisi eins og hvolpur.

Í dag vaknaði ég og var ekki þunn. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki upplifað í langan tíma. Fara á massa djamm fram undir morgun og vera ekki þunn. Framtakssemin hefur því verið með mesta móti í dag.

Engin ummæli: