sunnudagur, ágúst 04, 2002

Komin heim af fjölskylduútihátíðinni Núpur 2002. Golfmótið sem haldið var á laugardaginn var stórkostlegt og fór ættarhöfðinginn með sigur úr býtum. Verndari mótsins var Haukur spúnkýgaur og pusludýrin. Ölvun var í meðallagi og mátti helst greina meðal fólks yfir fertugt. unglingadrykkja var engin, ekkert eiturlyfjavesen, ekkert símasamband! Ætli maður kíkji ekki í miðbæ Reykjavíkur í kvöld og tjekka á stemmingunni. Ég er búin að skála svooo oft um helgina fyrir að vera ekki í eyjum að hálfa væri nóg. Mér var hlýtt! Það var þurrt þar sem ég var...inni! Og þetta kostaði ekki neitt! Mikið er ég fegin! Samt held ég að það verði erfiðast í kvöld liðið að hringja þegar brekkusöngurinn er. Nei ég yrði bara veik og myndi vera veik í margar vikur.

Svo er ég líka að flytja út á föstudag!

Engin ummæli: