mánudagur, júní 07, 2004

If god was a DJ....

Jæja þá er kominn mánudagurinn enn á ný. Að vísu verður þetta soldið skemmtileg vika því Sólveig og Elín koma til Íslands.... í tilefni af afmælinu mínu (eða eitthvað svoleiðis). Skrítið maður eldist og eldist en samt finnst manni að maður sé bara 12 ára ennþá. Mér finnst ég lítið hafa breyst síðan ég var unglingur nema náttúrulega maður er kominn með smá reynslu í kladdann. Shit ég er orðin 23 ára gömul... sem í sjálfu sér er ekkert gamalt en ég hélt nú þegar ég var yngri að þegar ég yrði 23 ára væri ég komin með hús, bíl, mann og börn....og væri búin að ákveða hvað ég ætlaði að verða. En ég er bara komin með eitt af þessum lista þ.e.a.s. manninn en samt ég er ekki gift eins og ég hélt ég yrði. 23 ára var alveg voðalega gamalt! Ég hrekk alveg í kút þegar talað er um mann sem konuna...oftast nær krakkar. Svo þegar maður pælir í því þá eru margir vina manns kominn með allt á þessum lista... kannski maður sé bara svona seinþroska eða eitthvað.

1 ummæli:

Gyða töffari sagði...

Já já við erum þá bara seinþroska! Enn sem komið er vantar mig mann og börn, held reyndar að börnin fái að bíða aðeins lengur ;) Þ.a. ef þú veist um mann sem er soldið hot og sætur láttu mig endilega vita. Ég er mjög grunnhyggin þessa dagana því ég þarf ekki að tala neitt við hann svo sem, þarf bara eitt stykki til afnota fram í september, en þá ætla ég til Kanada ;)
Annars er voðalegt vesen að skrifa comment hérna hjá þér.