sunnudagur, maí 30, 2004

Hallo kallo....

Sit hér á þessum sólríka degi inni í vinnunni. Kannski maður rölti sér niður á Ingólfstorg á eftir og kaupi sér ís. Það er frídagur þannig það er ljúft að vera í vinnunni, annað en stressið sem einkennt hefur staðinn á undanförnum vikum.


Jon kemur í fyrramálið (í nótt)þannig maður þarf að koma sér í ensku gírinn aftur. Eins og það er stutt síðan ég kom heim er ég hrikalega heft eitthvað í enskunni. Maður er greinilega enga stund að missa niður orðaforðann.

Tók nett djamm á föstudag... úff ég verð að fara að passa mig á djamminu... maður drekkur og drekkur og svo allt í einu er klukkan orðin 8 næsta dag.

Ok klukkan er tæpilega 14 á frídegi ég er í dag búin að afreka meira en ég hef gert á heilli viku síðustu tvo mánuði.
*Vaknaði fyrir átta og mætti í vinnunna.
*Búin að fara á 101 hótel og fá mér kaffi hjá Kötlu.
*Spássera mig um í miðbænum.
*Vinna soldið (mun meira en venjan er á svona dögum)
*Spila nokkra tölvuleiki
*Horfa á vikuskammt af Nágrönnum
*horfa á formúluna
*Rækta vina og fjölskyldutengsl
*svara emailum
*skrá mig í háskólann á Akureyri
*Búin að lesa DV, Moggann og Fréttablað fyrir föstudag, laugardag og sunnudag!
og mun fleira.... mér þykir þetta einstakur árangur! Sérstaklega sé tekið tillit til þess ég er alveg einstaklega svefnþurfi manneskja á venjulegum frídegi.


Engin ummæli: