sunnudagur, maí 30, 2004

Hvernig líst fólkinu á?

Breytti útlitinu soldið... en hey ég á eftir að fá smá ráðgjöf frá litla bróður um hvernig ég bý til linka.
Hallo kallo....

Sit hér á þessum sólríka degi inni í vinnunni. Kannski maður rölti sér niður á Ingólfstorg á eftir og kaupi sér ís. Það er frídagur þannig það er ljúft að vera í vinnunni, annað en stressið sem einkennt hefur staðinn á undanförnum vikum.


Jon kemur í fyrramálið (í nótt)þannig maður þarf að koma sér í ensku gírinn aftur. Eins og það er stutt síðan ég kom heim er ég hrikalega heft eitthvað í enskunni. Maður er greinilega enga stund að missa niður orðaforðann.

Tók nett djamm á föstudag... úff ég verð að fara að passa mig á djamminu... maður drekkur og drekkur og svo allt í einu er klukkan orðin 8 næsta dag.

Ok klukkan er tæpilega 14 á frídegi ég er í dag búin að afreka meira en ég hef gert á heilli viku síðustu tvo mánuði.
*Vaknaði fyrir átta og mætti í vinnunna.
*Búin að fara á 101 hótel og fá mér kaffi hjá Kötlu.
*Spássera mig um í miðbænum.
*Vinna soldið (mun meira en venjan er á svona dögum)
*Spila nokkra tölvuleiki
*Horfa á vikuskammt af Nágrönnum
*horfa á formúluna
*Rækta vina og fjölskyldutengsl
*svara emailum
*skrá mig í háskólann á Akureyri
*Búin að lesa DV, Moggann og Fréttablað fyrir föstudag, laugardag og sunnudag!
og mun fleira.... mér þykir þetta einstakur árangur! Sérstaklega sé tekið tillit til þess ég er alveg einstaklega svefnþurfi manneskja á venjulegum frídegi.


fimmtudagur, maí 27, 2004

Blö! Blö!

Pixies í gærkveldi var geggjað! Ótrúlega furðuleg stemming þar sem flest allir tónleikagestir voru komin yfir tvítugsaldurinn. Allir í nett tjilli og svona. En vá hvað þetta er góð tónlist! ÆÐI!

Stefnt er að fresta þinginu á morgun... ég vona það gangi eftir þannig maður getur farið að eiga sér líf aftur eftir alla þessa törn.

Jæja ég ætla að halda áfram að "vinna"!

mánudagur, maí 24, 2004

Howdy neighbor!

Wazzzuup? Var að vinna alla föstudagsnóttina þannig lítið um tjútt þá. En vá ég heldur betur bætti það upp á laugardag! Fór fyrst í saumó og át þar á mig gat í boði Sunnu. Einstaklega skemmtilegt en svo var komið að því að hefja drykkjuna. Helena and yours truly sátum í Bakkasmára og drukkum tvo bjóra og ákváðum þá að hitt the town. Kíktum á Þjóðleikhúskjallarann. Mjög skemmtilegt þar... björguðum félögum frá skrítnum stelpum og svona. Einhverra hluta vegna var ég á einhverjum sér deal á barnum því ég fékk nokkrum sinnum 2 bjóra en borgaði bara fyrir einn. Skemmtilegur díll þar.
Héldum áfram á Nelly´s ásamt ýmsu fylgdarliði sem við höfðum sankað að okkur.... fórum þar í fyllerísleiki. Þegar búið var að loka þar hófst leitin að opnum stað og þann fundum við í Hafnarstræti, Da Boomkicker. Drykkjan hélt áfram og áfram og áfram....

p.s. Var mjöööög þunn á sunnudag.

föstudagur, maí 21, 2004

Hellooo pípól!

Jæja allt er vænt sem vel er grænt... og allt er gott sem endar næstum því vel. Já allavega ég fékk símann aftur létt skemmdan. Litlar stelpur sem búa ofar í götunni fundu hann undir einhverjum grænum bíl og gengu svo hús úr húsi í leit að eigandanum. Djö ég var svooooo fegin.

Annars er ég að massa vinnutímana alveg hreint. Maður fer bráðum að heimta bedda hérna í vinnunni. En ég verð nú að segja ég er orðin nett sýrð á þessum blessaða fjölmiðlaleik.

Anna Jóna & Hörður og Ellen útskrifast öll um helgina til hamingju nýstúdentar! Frekar flott hjá Önnu Jónu og Herði að púnga út einu barni í miðjum prófum en samt ná að útskrifast með öllum hinum. Og Ellen að hafa þetta af þó endurfundir þeirra Davíðs hafi átt sér stað í miðjum prófum. En Ég vissi að þið gætuð þetta öll. TIL HAMINGJU!!!

Bæ ðí vey ég þarf að fara að kíkja á litla prinsinn hann Högna Alvar Harðarson.

Vitiði mér fyndist alls ekkert verra að hætta í vinnunni ákkúrat núna og fara heim í nett tjill.

miðvikudagur, maí 19, 2004

Và hvad er mikill munur à rìkiskaffi og kaffihùsakaffi! Fòr ùt à brennslu og gvud hva etta er gott! Bùin ad drekka of mikid sull undanfarid!

SMSbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

sunnudagur, maí 16, 2004

Ótrúlega ömurlegt að bjóða "vinum" sínum (að ég taldi) í partý og síðan manns eigin síma stolið!

Ég er bara mest pirruð og reið ákkúrat núna. Og mér finnst þetta mjög sárt að maður getur ekki treyst fólki sem maður er búinn að þekkja í mörg ár á heimili sínu.

Vodafone þykist ekki geta gert rassgat ekki einu sinni séð hvaða númer var síðast hringt í og þeim er svoooo drullusama.

Mig langar helst að fara að gráta núna vegna vantraust á þessum svokölluðum vinum og líka yfir að missa þennann rándýra flotta síma og öll símanúmerin mín.



p.s. hvernig í andskotanum á ég að vakna núna þar sem síminn var vekjaraklukkan mín?

laugardagur, maí 15, 2004

Ömurlegt samsæri ì gangi! Lagid okkar er ekki ad fà nein stig. O well best ad drekka meira

SMSbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

fimmtudagur, maí 13, 2004

Júróvisjhon

Jæja á laugardag er ég búin að fá leyfi til að fara úr vinnunni um 18-19! Þvílíkur lúxus! En þá verður brunað heim í BAkkasmára og grillið kynt. Síðan teigaðir nokkrir velkaldir og síðan er aldrei að vita. EF einhver vill vera memm þá er bara koma í nafla alheimsins a.k.a. Kópavogur komið bara með eigin neysluvörur svo sem kjöt og ethanol. ÉG skal bjóða upp á franskar og eitthvað annað sneddí meðlæti... allavega látið mig vita.

klukkutímar

Klukkutímarnir í vinnunni fljúga alveg....

8 down 6 to go

þriðjudagur, maí 11, 2004

Miklar vangaveltur

Ég er alveg að spæla hvort ég eigi að gjörbreyta síðunni ok þetta look fer geggjað í taugarnar á mér en aftur á móti held ég að ég tapi flestum commentum og slíku ef ég breyti. Nema ég plati einhvern sem er ekki alveg jafn tölvufatlaður og ég að redda þessu.

Hvaða litur finnst ykkur eiga við mig?

Ég er að sjálfsögðu í vinnunni og verð hér eiginlega bara alla daga og allar nætur hér á næstunni. Ef það er mikið í fréttum af þinginu má búast við það sé mikið að gera hjá mér. Kaffi er alveg að redda mér en ætli maður verði ekki komin í hörðu efnin í lok viku.... eins og magic.

Ok útskýring

Þú veist að þegar maður er að drekka bjór þá rennur hann svo hratt í gegn... því maður er alltaf að pissa.... hence you don´t buy the drinks you rent them.

sunnudagur, maí 09, 2004

You don't buy the drinks you rent them!

SMSbloggfærslu sendi ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

fimmtudagur, maí 06, 2004

Ég er búin að standa í þeirri trú í allann dag að það sé föstudagur þvílíkt svekkelsi þegar ég fattaði að í dag er bara fimmtudagur.

Hlakka samt alveg til að komast heim og í afslöppun á eftir. Og gvuð hvað ég öfunda mömmu, pabba, Dabba og Jon og alla hina sem fá að upplifa hita og gott veður þessa dagana. Það er svooo hrikalega kalt úti sérstaklega hérna í miðbænum. Aumingja fólkið úti á þessum mótmælendafundi Norðurljósa á Austurvelli. Get ekki ímyndað mér að það sé þægilegt að standa þarna úti akkúrat þessa stundina.

Á morgun fer ég svo loksins í klippingu þannig ég hætti kannski að líta út eins og lukkutröll. Þetta er alveg fáranlegt verð ég að segja, hvað hárið á mér vex hratt þetta er bara eins og illgresi.

Hey en hvernig líst liðinu svo á gsm bloggið? Að skoða myndir og slíkt. Mér finnst þetta sjálfri mjög góð leið til að miðla myndunum úr nýja símanum mínum.

miðvikudagur, maí 05, 2004


Ullum bara á fólk sem finnst gsm blogg leiðinlegt!

Myndina sendi Hrebbna einhversstaðar úti í bæ ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Hvernig væri ad senda þessari stúlku e-mail eða sms eða bara hringja í hana því hún er munaðarlaus!

Myndina sendi Hrebbna einhversstaðar úti í bæ ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Veiii katla er komin heim!! Hér sést stúlkan háma í sig íslenska kjötsúpu í alþingishúsinu.

Myndina sendi Hrebbna einhversstaðar úti í bæ ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

Sokkarnir alveg ad passa vid dragtina!

Myndina sendi Hrebbna einhversstaðar úti í bæ ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

þriðjudagur, maí 04, 2004


Alger tímaeyðsla

Myndina sendi Hrebbna einhversstaðar úti í bæ ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone

mánudagur, maí 03, 2004


Tharna vildi ég vera essa stundina

Myndina sendi Hrebbna einhversstaðar úti í bæ ég
Sent með GSMbloggi Og Vodafone