Það er sunnudagur og auðvitað að góðra húsmæðra sið bakaði ég sunnudagskaffi. Hér á boðstólum klukkan 15.00 voru nýbakaðar múffur og lummur. Við sambýlingarnir plús Gyða hámuðum í okkur bakkelsið og hér verður líklega bara afslappelsi fram á kvöld. Spurning hvort maður vippi upp einhverjum dinner.
Nú er ég komin í tveggja daga frí og verð ég að segja það er veeeelþegið. Vikan er búin að vera klikkuð og við vorum með meira en fullt hús á hverjum einasta degi. Þreytan er alveg til staðar og ágætt að eiga tvo daga með engri frönsku. Mér finnst í augnablikinu eins og ég geti ekki talað eitt einasta tungumál rétt. Öllu heldur eins og mér fari aftur í frönskunni og dönskunni og enskan mín er ekkert til að hrópa húrra yfir. Íslenskan er samt mest fyndin af öllu einhverskonar blanda af dönsku, íslensku og ensku með fáranlegri orðaröð.
1 ummæli:
Ah takk fyrir mig :) Þetta voru góðar kökur!!!
Skrifa ummæli