Nú erum við orðnar þrjár sem búum hérna á Rudolph Berghs Gade og allir hlutir að komast á sína staði. Herbergið mitt er nú klárt en það hefur tekið aðeins lengri tíma en ætlað var, þannig nú er ég farin að sofa í rúmi en ekki á sófanum þökk sé Ester. En hún var að flytja og ég fékk að njóta góðs af því með að erfa nokkur húsgögn.
Reyndar held ég að ég sé með major ofnæmi fyrir einhverju hérna heima hjá mér...
Það er búið að vera brjálað að gera í vinnunni að undanförnu og lítur út fyrir að það verði það áfram.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli