sunnudagur, janúar 14, 2007

Rúsínuputtar!

Þegar ég var lítil og tók eftir krumpuðum puttum eftir bað þá fríkaði ég út og vildi meina að puttarnir mínir væru ónýtir og mér fannst ógeðslegt að koma við hluti. Eftir mörg grátköst fór ég að taka eftir að þeir urðu alltaf að lokum eðlilegir aftur. Aumingja mamma og pabbi að þurfa að reyna að tjónka við mig...

En nú eru hlutir þannig í dag að ég myndi einmitt sofa í sturtunni ef ekki væri fyrir rúsínuputtum. Sturtan er þægilegasti staðurinn í íbúðinni minni og hlýjasti. En ég gæti bara ekki hugsað mér að vera með krumpaða putta alla daga!

Í kvöld er svo take-away og videókvöld í H-inu. Nammmiii namm.

1 ummæli:

Eva sagði...

ja hérna ef rúsínuputtar koma vegna vökvaskorts þá er ég dauð, eftir 3 mín í sturtu þá eru rúsínurnar mættar!

skil þig svoooo ve

knús