föstudagur, júní 04, 2004

Fjölmiðlafrumvarp

Blessaði forsetinn neitaði barasta að skrifa undir. Ég verð nú að játa þetta var nokkuð sem ég bjóst svo aldeilis ekki við. Ég er greinilega í mjög fámennum hópi sem taldi þetta vitlaust af honum. Þetta er alls ekki hans vald að mínu mati, Hann á ekki að vera pólitísk vera að neinu leiti. Deila má afhverju Dabbinn setti lögin hvort það hafi verið til að vernda fjölmiðlastreymi til þegna þessa lands eða sem persónulegar árásir á Jón Ásgeir. Lögin í sjálfu sér eru mjög sniðug að mínu mati að minnsta kosti eftir breytingar og slíkt. Eitthvað sem er þarft hér á þessu skeri þar sem Íslendingar eru með fréttaþyrstustu þjóðum heims. Ég vil ekki mengaðann fréttaflutning að neinu leiti...Fjölmiðlar eru öflugt tæki sem má ekki vera í eigu fyrirtækis sem á stórann hluta alls markaðar á Íslandi. Kolkrabbinn á sínum tíma var ekki næstum því eins stór og öflugur og þetta apparat er orðið í dag....

Mjög margir eru á móti mínum skoðunum þessa dagana og greinilegt að mörgum er ansi heitt í hamsi. En það er rosalega gaman að fylgjast með hvað margir hafa opnað augun gagnvart stjórnmálum og hvar valdið liggur.

1 ummæli:

Lilja sagði...

En forsetinn hefur nú einmitt þetta vald, þetta er auðvitað í stjórnarskránni og það breytir litlu að þitt mat sé annað. Það er náttúrulega ástæða fyrir þessu ákvæði. Þetta er ákveðinn öryggisventill til að koma í veg fyrir að ríkisstjórnin flippi út. Þannig að forsetinn hefur möguleikann á að grípa inn í ef t.d. eins og í þessu tilviki, lögin gætu brotið gegn stjórnarskránni. Síðan er þetta nú ekki geðþóttaákvörðun forsetans heldur er þetta eldheitt mál og greinilegt að fólk vill fá að segja sitt um þetta. Forsetinn gerði bara það sem stór hluti fólksins í landinu vildi.