föstudagur, nóvember 08, 2002

Loksins einhver ad gera eitthvad af viti. Mer list otrulega vel a thetta frumvarp!

Vill breyta hluta námslána í styrk

Sigríður Jóhannesdóttir alþingismaður ásamt nokkrum þingmönnum Samfylkingarinnar hefur í dag lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Með þessu frumvarpi er verið að leggja til að námslánakerfið breytist og verði að hluta til hreinn styrkur til námsmannsins eins og tíðkast á hinum Norðurlöndunum.
Samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að þegar námsmaður hefur lokið prófum breytist 30% af upphæðinni sem hann hefur tekið að láni í óendurkræfan styrk.

Að auki eru lagðar til ýmsar aðrar breytingar til að tryggja jafnrétti til náms. Þar á meðal að námslán verði framvegis greidd út fyrirfram fyrir hvern mánuð, að krafa um ábyrgðarmann verði felld brott og námsmenn verði sjálfir ábyrgir fyrir endurgreiðslu, að þegar námsmaður hefur lokið prófum breytist 30% af upphæðinni sem hann hefur tekið að láni í óendurkræfan styrk, að námslán verði vaxtalaus en áfram verðtryggð, að endurgreiðsluhlutfall námslána breytist úr 4,75% í 3,75%, að erlendir ríkisborgarar sem hafa starfað hér á landi í a.m.k. þrjú ár eigi rétt á námsláni vegna viðurkennds náms hér á landi og að lán verði veitt til undirbúnings listnáms á háskólastigi
Tekid af mbl.is

Engin ummæli: