mánudagur, júlí 07, 2008

Flutningar

Ég sit hér á RBG með fullt af kössum í kringum mig og bíð eftir flutningamönnunum. Eftir nokkra klukkustundir verð ég komin íbúðina á Vesterbro með kampavín í glasi...

En váááá hvað er búið að vera mikil törn um helgina! Föstudagur: Vinna á hótelinu og svo bjór með vinnufélögunum eftir vinnu. Varð svolítið fuglur. Laugardagur: Vinna eldsnemma á hótelinu, heim að pakka smá, svo vinna á Basilic. Sunnudagur: Vinna aftur eldsnemma á hótelinu, nokkra klukkutíma svefn og svo vinna á Snorks um kvöldið/nóttina. Í dag vaknaði ég eldsnemma til að klára að pakka öllu og ganga frá og fara í bankann og er því búin að vera á billjón í allann dag. Gvuð hvað ég verð glöð þegar ég er búin að þessu öllu! Ætla aldeilis að sofa eitthvað næstu daga því lítið hefur farið fyrir svefni að undanförnu.

Ég á helgarfrí um helgina og ég held barasta að ég geri alls ekki neitt!

1 ummæli:

Eva sagði...

jæja, hvernig væri nú að skella inn smá fréttum fyrir húsfrúnna í garðabænum...

annars finnst mér að þú ættir að fara kíkja í heimsókn .L:)