sunnudagur, maí 11, 2003

Jæja komin heim

Kom heim á fimmtudag og það er búið að vera klikk að gera....sérstaklega þá djamma.Byrjum a byrjununni.

Flugid heim
Munadi litlu að ég myndi missa af vélinni heim....sko það var 2 tíma seinkun á fyrri vélinni minni þannig ég hafði rétt rúman klukkutíma til að finna töskurnar mínar, finna check-in staðinn, checka mig inn, fara i gegnum öryggisdraslið, finna hliðið og allt þetta. Úff taugahrúgan ég!!! Náði essu þó. Síðan fékk ég 3 sæti alveg ein í flugleiðavélinni.....bara ljúft! Lendi á Fróninu fimmtudagsmorgun...loksins...en byrjar ekki gemsinn að hirngja meðan ég er enn um borð í vélinni. Einhverjir útlendingar sáu þetta og heyrði þá segja she must be an important person. Bara fyndid!

Fimmtudagskvöld
Þegar maður var búinn að sofa aðeins og svona var maður audda dreginn út á kaffihús. Sat með slatta af liði á Kaffi Viktor í góðum fíling.

Föstudagur
Heimsóknir allann daginn...ætlaði ekkert að fara á djammið, bara gerðist óvart. Eitthvað af vinkonunum voru á Felix, fór þangað...verð að segja þetta er ömurlegur staður! Loksins sá ég vonaglætu...Katla beib var á Celtic Cross!!! Rölti þangað og árásirnar voru þvílíkar.....haaaa nei þú komin heim, Vá átt þú ekki að vera á Florida og annað slíkt. Á celtic voru nokkrir trúbadorar og það var mikið sungid undir. Rölt heim til Kötlu að sofa um 6-7 leytid....æði að eiga vinkonu sem býr í miðbænum!!

Laugardagur
nett tjill í gangi sko. Var bara að bílast og svona. Fór í kaffi til Hrefnu og svona. Kíkti í kosningapartý hjá familíunni. Jæja ekki tekið í mál að Hrebbna væri eitthvað edrú og ekki á leið í bæinn. Ég hlýddi bara foreldrum mínum. Fór á Astró , fann nokkuð af fólki þar. Ákváðum að kíkja á Sólon helduru maður hitti ekki bara nokkra Díonýsusarmeðlimi. Fagnaðarfundir...skál fyrir því. Úff mikil drykkja. Var á leiðinni heim þegar ég var dregin í partý...sátum þar til um 9 í morgun! Var nú ekki lengi að sofna þegar ég sá rúmið mitt.

Sakna kærastans þokkalega mikið en hugmyndin er að hann komi í heimsókn í júlí. Og af ofnæmi er að frétta að ég er komin á astmalyf og einnig einhverjar mjög sterkar ofnæmistöflur....ég var næstum hætt að anda á tímabili á úti sko. Jon varð alveg skíthræddur þorði ekki einu sinni að fara að sofa því hann hélt að ég myndi hætta að anda.

Engin ummæli: