miðvikudagur, maí 14, 2003

Hæ hæ,

Nóg að gera hérna á Fróni. Búin að vera að leita mér að vinnu á fullu. Sótti um nokkrar og svona. Vonandi á þetta eitthvað eftir að ganga upp! Ef þið vitið um einhvern sem vantar æðislega, yndislega, bráðgáfaða, reynslumikla, fljóta að læra, stúlku sem var að koma úr námi erlendis í vinnu endilega láta mig vita. En etta er náttúrulega bara í sumar hugmyndin er að fara aftur út í ágúst.

Fór í klippingu í gær og er því ekki lengur með lubba. En ég hef aldrei farið í klippingu sem var svona sár.... gellan var harðhent og potaði meira að segja upp í augað á mér ekki einu sinni heldur tvisvar. Svo var hún búin að gera sítt að framan lúkk á mig...var ekki alveg að fílaða. Þannig hún lagaði það. Ég er ekki þessi rokkaratýpa.

Hitti Kötlu og Tinnu í gærkvöldi og það voru sötraðir nokkrir kaffibollar. Mikið mikið talað....sérstaklega um dvalir okkar allra erlendis. Tinna og Katla áttu líka í sambúðarerfiðleikum. Bara fyndið að heyra þessar sögur. Ég sagði þeim allt frá matareitrunum, brjáluðum herbergisfélaga, brasílísku norninni, skrítnu fólki og þvílíku.


Er svona að átta mig á því að ég sé komin heim... mér finnst etta ósköp skrítið. Sakna soldið að vera úti en samt svona ekki. Það er ágætt að vera komin. Talaði við kærastann á e-maili hann er í því á fullu að finna flug hingað... sagði sko að hann ætlaði ekki að missa af þessari ferð. Ég var svona að segja honum frá því hvað við gætum gert og svona og hann var bara nett spenntur. Birna frænka stakk upp á því að skella sér vestur.... hún náttúrulega verður að akitera fyrir Vestfjörðum. hehe

Engin ummæli: