fimmtudagur, maí 15, 2003

Gerði ekki bofs af viti í dag.

Eða jú svona eiginlega... hjálpaði mömmu gömlu að þrífa einstaklega skemmtilegt. Átti date á netinu með kærastanum. Pælið í því ég er búin að vera hérna í heila viku. Ok mér finnst eins og etta séu búnir að vera sirka tveir dagar eða eitthvað en samt finnst mér heil eilífð síðan ég sá Jon. humpf!

Er að fara í saumó á mánudaginn hlakka bara nett til. Oh gaman að heyra smá slúður og svona... hehehe

Enn að leita að vinnu.... hehehe


Er enn að jafna mig á ofnæminu en er samt miklu betri en fyrir viku síðan. Djöfull er etta ógeðslegt. Líka mjög leiðinlegt að geta ekki farið í heimsókn til fólks án þess að dópa sig upp. Og ég get svarið fyrir að allir í USA eiga gæludýr. Ég held ég hafi komið inn á eitt heimili þar sem ekki var eitthvað gæludýr og það var sko hjá útlendingum....ekkert að marka það.

Dabbi bróðir svo bara að fara að útskrifast... humm og ég nýbúin að eiga taka etta hvíta af stúdentshúfunni. Bara svona að spæla á ég að mæta með svörtu húfuna í útskriftarathöfnina??? Ég veit ekki hvernig svona gengur fyrir sig! Látið mig vita!

Engin ummæli: