þriðjudagur, maí 27, 2003

Wow massa langt síðan ég skrifaði eitthvað.

Bara búið að vera mjög mikið að gera. Dabbi bróðir útskrifaðist um helgina og það var náttúrulega veisla að hætti fjölskyldunnar.... miiiiiikið drukkið! Dagurinn eftir var geggjað erfiður ég var svoooo þunn.... muna að blanda ekki freyðivíni, blush og bjór. Síðan hélt Dabbi til Kýpur í morgun. hehe þeir vinirnir voru ekkert smá spenntir. Ég keyrði þá út á flugvöll.

Síðan keyri ég aftur á morgun þegar settið fer í heimsókn til mín á Flórida. hehehe skooooo þau voru búin að panta ferð til Flórida í heimsókn til mín áður ég ákvað að skella mér til landsins. Annars eru þau aðallega að fara að spila golf.

Síðan kemur Jonathan til Íslands 3. júlí....hlakka massa til.... oh ég er nú alveg farin að sakna hans soldið mikið.

En ég lofa að fara að skrifa eitthvað meira....

laugardagur, maí 17, 2003

Úff erfitt að vera til

Þvílíka djammið í gær... og þvílíka þynnkan í dag. Ætlaði að djamma með stelpunum en bara tilhugsunin við að fara að drekka eitthvað með áfengi í þá langaði mig að æla.
Best að fara bara heim og fara snemma að sofa og spila svo golf með múttu í fyrramálið. Langsniðugast!

Fæ að vita eftir helgi hvort ég sé komin með vinnu eða ekki. Mjög fínt.

Jæja tala við ykkur seinna....

fimmtudagur, maí 15, 2003

Gerði ekki bofs af viti í dag.

Eða jú svona eiginlega... hjálpaði mömmu gömlu að þrífa einstaklega skemmtilegt. Átti date á netinu með kærastanum. Pælið í því ég er búin að vera hérna í heila viku. Ok mér finnst eins og etta séu búnir að vera sirka tveir dagar eða eitthvað en samt finnst mér heil eilífð síðan ég sá Jon. humpf!

Er að fara í saumó á mánudaginn hlakka bara nett til. Oh gaman að heyra smá slúður og svona... hehehe

Enn að leita að vinnu.... hehehe


Er enn að jafna mig á ofnæminu en er samt miklu betri en fyrir viku síðan. Djöfull er etta ógeðslegt. Líka mjög leiðinlegt að geta ekki farið í heimsókn til fólks án þess að dópa sig upp. Og ég get svarið fyrir að allir í USA eiga gæludýr. Ég held ég hafi komið inn á eitt heimili þar sem ekki var eitthvað gæludýr og það var sko hjá útlendingum....ekkert að marka það.

Dabbi bróðir svo bara að fara að útskrifast... humm og ég nýbúin að eiga taka etta hvíta af stúdentshúfunni. Bara svona að spæla á ég að mæta með svörtu húfuna í útskriftarathöfnina??? Ég veit ekki hvernig svona gengur fyrir sig! Látið mig vita!

miðvikudagur, maí 14, 2003

Hæ hæ,

Nóg að gera hérna á Fróni. Búin að vera að leita mér að vinnu á fullu. Sótti um nokkrar og svona. Vonandi á þetta eitthvað eftir að ganga upp! Ef þið vitið um einhvern sem vantar æðislega, yndislega, bráðgáfaða, reynslumikla, fljóta að læra, stúlku sem var að koma úr námi erlendis í vinnu endilega láta mig vita. En etta er náttúrulega bara í sumar hugmyndin er að fara aftur út í ágúst.

Fór í klippingu í gær og er því ekki lengur með lubba. En ég hef aldrei farið í klippingu sem var svona sár.... gellan var harðhent og potaði meira að segja upp í augað á mér ekki einu sinni heldur tvisvar. Svo var hún búin að gera sítt að framan lúkk á mig...var ekki alveg að fílaða. Þannig hún lagaði það. Ég er ekki þessi rokkaratýpa.

Hitti Kötlu og Tinnu í gærkvöldi og það voru sötraðir nokkrir kaffibollar. Mikið mikið talað....sérstaklega um dvalir okkar allra erlendis. Tinna og Katla áttu líka í sambúðarerfiðleikum. Bara fyndið að heyra þessar sögur. Ég sagði þeim allt frá matareitrunum, brjáluðum herbergisfélaga, brasílísku norninni, skrítnu fólki og þvílíku.


Er svona að átta mig á því að ég sé komin heim... mér finnst etta ósköp skrítið. Sakna soldið að vera úti en samt svona ekki. Það er ágætt að vera komin. Talaði við kærastann á e-maili hann er í því á fullu að finna flug hingað... sagði sko að hann ætlaði ekki að missa af þessari ferð. Ég var svona að segja honum frá því hvað við gætum gert og svona og hann var bara nett spenntur. Birna frænka stakk upp á því að skella sér vestur.... hún náttúrulega verður að akitera fyrir Vestfjörðum. hehe

sunnudagur, maí 11, 2003

Jæja komin heim

Kom heim á fimmtudag og það er búið að vera klikk að gera....sérstaklega þá djamma.Byrjum a byrjununni.

Flugid heim
Munadi litlu að ég myndi missa af vélinni heim....sko það var 2 tíma seinkun á fyrri vélinni minni þannig ég hafði rétt rúman klukkutíma til að finna töskurnar mínar, finna check-in staðinn, checka mig inn, fara i gegnum öryggisdraslið, finna hliðið og allt þetta. Úff taugahrúgan ég!!! Náði essu þó. Síðan fékk ég 3 sæti alveg ein í flugleiðavélinni.....bara ljúft! Lendi á Fróninu fimmtudagsmorgun...loksins...en byrjar ekki gemsinn að hirngja meðan ég er enn um borð í vélinni. Einhverjir útlendingar sáu þetta og heyrði þá segja she must be an important person. Bara fyndid!

Fimmtudagskvöld
Þegar maður var búinn að sofa aðeins og svona var maður audda dreginn út á kaffihús. Sat með slatta af liði á Kaffi Viktor í góðum fíling.

Föstudagur
Heimsóknir allann daginn...ætlaði ekkert að fara á djammið, bara gerðist óvart. Eitthvað af vinkonunum voru á Felix, fór þangað...verð að segja þetta er ömurlegur staður! Loksins sá ég vonaglætu...Katla beib var á Celtic Cross!!! Rölti þangað og árásirnar voru þvílíkar.....haaaa nei þú komin heim, Vá átt þú ekki að vera á Florida og annað slíkt. Á celtic voru nokkrir trúbadorar og það var mikið sungid undir. Rölt heim til Kötlu að sofa um 6-7 leytid....æði að eiga vinkonu sem býr í miðbænum!!

Laugardagur
nett tjill í gangi sko. Var bara að bílast og svona. Fór í kaffi til Hrefnu og svona. Kíkti í kosningapartý hjá familíunni. Jæja ekki tekið í mál að Hrebbna væri eitthvað edrú og ekki á leið í bæinn. Ég hlýddi bara foreldrum mínum. Fór á Astró , fann nokkuð af fólki þar. Ákváðum að kíkja á Sólon helduru maður hitti ekki bara nokkra Díonýsusarmeðlimi. Fagnaðarfundir...skál fyrir því. Úff mikil drykkja. Var á leiðinni heim þegar ég var dregin í partý...sátum þar til um 9 í morgun! Var nú ekki lengi að sofna þegar ég sá rúmið mitt.

Sakna kærastans þokkalega mikið en hugmyndin er að hann komi í heimsókn í júlí. Og af ofnæmi er að frétta að ég er komin á astmalyf og einnig einhverjar mjög sterkar ofnæmistöflur....ég var næstum hætt að anda á tímabili á úti sko. Jon varð alveg skíthræddur þorði ekki einu sinni að fara að sofa því hann hélt að ég myndi hætta að anda.

mánudagur, maí 05, 2003

Thad sem er ad fretta af ofnaemi: Stada ekki god..... er ad eta einhverjar toflur sem heita Claritin....ekki alveg ad virka.
Ef einhver kann god rad ma endilega segja mer fra! I'm dying here.

For heim til Javiers i gaerkvoldi....vorum thar fjolskylda hans, Lex og eg. Drukkum nokkra bjora og spiludum...svaka gaman.

Uff farin ad leggjast erfitt ad sitja!

laugardagur, maí 03, 2003

Jaeja thetta tokst!

Komin ut ur fangelsinu sem kallad var heimavist. Vorum ad raeda thetta nokkur i dag....thetta eru verri adstaedur en i morgum fangelsum....litla hraun er eins og fimm stjornu hotel midad vid Algonquin (heimavistin heitir thad). OOOOg eg tharf ekki ad borda thennan ogeds mat aftur. Er nuna i godu yfirlaeti i nyju ibudinni hans Jons.

Veronica hvarf og kom aldrei thannig eg fekk nokkra adra vini mina til ad hjalpa mer. Massifur hiti i dag og flutningur ekki beint heppilegur i sliku vedri.... thad leid yfir mig og alles.... hraeddi vist folkid sem var vitni ad thessu. Thegar loks allt var yfirstadid tha steinrotadist eg..... eg er viss um hroturnar hafi heyrst langleidina til Georgia.

Imyndid ykkur ofnaemissjuklingurinn eg by sem stendur i ibud med tveimur hundum, einum ketti og tveimur gullfiskum. Etta er ekki alveg ad gera gott. En ef eg hefdi ekki thessi massifu ofnaemislyf sem eg fekk vaeri eg liklega daud. Mamma minntist einmitt a thad i dag hvernig eg gaeti thetta thar sem thegar eg var yngri fengum vid einhvern timan sofa sem kottur hafdi sofid og setid i....og eg nadi ekki andanum i marga daga.... haaalloooo kotturinn var ekki einu sinni tharna. Nutima laeknisfraedi gerir thad ad verkum ad eg er enn a lifi!!! Thank god!

En va aldrei hefdi mig orad fyrir hvad eg er buin ad sanka ad mer miklu doti sidan i agust. UFF! Tok margar ferdir ad koma thessu hingad.

HEy um ad gera ad nyta ykkur skilabodakerfid....eg hef thad a tilfinningunni ad enginn se ad lesa thetta blogg. En heimsoknatolur segja annad!

föstudagur, maí 02, 2003

AAAARG!
Buin i profum!! woohoo er ad flytja nuna. Uff buin ad pakka ollu og vinkona min aetladi ad vera komin klukkan 11 en klukkan er nuna 12 og hun er ekki enn komin. Hun aetladi ad keyra mig med allt dotid mitt til Jons. Styttist odum i heimkomuna.... eg vaentist thess ad thad verdur kalt maltol sem bidur min!

Hey gemsinn minn verdur 693-7206 (held eg) thetta er sama numerid og eg var med um jolin endilega hringid i mig eftir 6.25 8. mai til ad bjoda mig velkomna a skerid.

Jaeja aetla ad fara ad leita ad henni Veronicu. humm hvar aetli hun se?