Ég brosi allann hringinn í augnablikinu. Ástæðan er ég er búin að fá íbúð! Veiiiiii *allir klappa* Ég hoppaði og skoppaði í vinnunni á Snorks í gær þegar ég fékk að vita að ég fæ að flytja þangað. Þetta er dúlluleg stúdíóíbúð á Vesterbro *besta hverfið í bænum*. Ég flyt í kringum 5. júlí. Gleði gleði. Ekki of dýr heldur. Ef einhverjum leiðist í kringum 5.júlí þá hef ég fullt af hlutum sem ég gæti þegið hjálp með.
Nú verð ég að fara að gera mig að mega skutlu því ég er að fara með stelpunum á Sex and the city. Eftir á verða það kokteilar og sushi. Jamms!
1 ummæli:
Til hamingju með íbúðina skvís. Nú þarf maður eiginlega að kíkja aftur til Köben og kíkja á nýju íbúðina.... ekki slæmt kv Gugga
Skrifa ummæli