Kannski tími til að ég skrifi eitthvað hér!
Lífið heldur sinn vanagang. Vinna og vinna og vinna, er reyndar mjög dugleg að segja nei núna og nýt þess til hins ítrasta að vera í fríi, sérstaklega þar sem veðrið er búið að vera geggjað.
Vinnan er mjög skemmtileg og auðvitað er maður hægt og rólega að leggja undir sig hótelið! Next stop Hotel Manager.
Nú bara vantar mig að finna íbúð og helst á Vesterbro eða Frederiksberg. Elín Ása kemur í næstu viku og ég hlakka svooooooooooo mikið til. Ég er búin að sakna eiginkonunnar minnar.
Ég fór á FCK leik í gær og ég verð að viðurkenna að fótbolti er bara helvíti skemmtilegur! Who would have thought.
Svo á ég miða á Duran Duran 22. júní... hlakka voða til þess.
Vona þetta sé nóg fyrir ykkur í bili og lofa að reyna að vera duglegri að blogga.
Hróarskelda svo einnig á næstunni.
Fór á Portishead ekki alls fyrir löngu og váááá´hvað það voru góðir tónleikar!!!!
2 ummæli:
ok vinnualki, það er svosem ekkert nýtt... þannig að engar spurningar um það...
Hefði sko alveg verið til í portishead tónleika! Get alveg trúað að það hafi verið massa gaman. Duran Duran er og var miklu betri en Wham- góða skemmtun, þetta er bara nostalgískt.
afhverju flytja<'>''???
kv. og knús eva og börnin
hurru var bara alveg búin að gefa upp von um fleiri færslur.. nú vantar bara myndir og þá er þetta fullkomið :)
Skrifa ummæli