Eins gott ad skrifa hérna öðruhvoru!
Ég er komin aftur til Danaveldis eftir alveg frábæra dvöl á Íslandi. 3 vikur af afslöppun og góðum mat og félagsskap. En auðvitað er ekki hægt að vera í fríi til frambúðar þannig ég er komin aftur í vinnuna. Eitthvað eru Danir að pirra mig í augnablikinu... það fer óskaplega í taugarnar á mér þegar þeir spyrja mig hvaðan ég kem. Ekki spyr ég þá hvort þeir séu frá Jótlandi þegar þeir tala asnalega. Það getur alveg verið að ég er bara eitthvað málheft en ekki útlendingur. Mér finnst stundum hvernig þeir spyrja mig jaðra við dónaskap og hef oft á tíðum svarað að ég sé frá einhverju allt öðru landi. Mér finnst hvaðan ég kem bara ekkert koma kúnna á veitingahúsi við. Mér myndi til dæmis ekki detta í hug að spyrja þjón þar sem ég er að borða að þessu nema ég haldi hann sé íslendingur og þá geta viðskiptin átt sér stað á tungumáli sem einfaldara er fyrir báða aðila að skilja.
Jæja nóg af kvörtunum! Vildi óska þessum fáu sem hér kíkja við Gleðilegt ár, takk fyrir þau gömlu og ég vona að 2008 muni rokka feitast!
6 ummæli:
hnuss
Hnuss?
Má ég spyrja hver hefur skilid eftir thessi skilabod?
hehe spes skilaboð - en þetta var ekki ég!!
GLEÐILEGT ÁR ELSKAN MÍN OG SJÁUMST Í CPH EFTIR NOKKRA DAGA :o)
í noregi var alltaf sagt við mig "þú ert ekki norsk er það?" þegar ég sagði nei kom næst "þú ert sænsk" og svo duttu kjálkar þegar ég sagði aftur nei, ég er bara íslensk og þá var ég talin ótrúlega dugleg og flink að bjarga mér hehe
hurru hurru ka erta gera ? segðu mer sögu fra köben gerru þa, ha, broskall,
ég gerði hnussið :) þú skrifaðir á bloggið mitt knús til freyju... en ég fékk ekkert....hnuss
Skrifa ummæli