þriðjudagur, október 23, 2007

Útlönd og ævintýri

Ég fór til útlanda í gær! Hildur kom hér í gær á bílnum sínum og sótti mig og við ætluðum bara að fara að fá okkur kaffi einhversstaðar. Við keyrum af stað og lendum í götu með fullt af lögreglumönnum með hríðskotabyssur og við erum að tala um ca 20 löggur (að ótöldum leyniskyttunum sem við sáum ekki) sem voru búnar að loka af einni götu rétt hjá Amilíuborg. Við keyrðum burt frá þessu í snatri! Enduðum í Frederiksbergcenter í hádegismat. Að því loknu rúntuðum við um í allnokkurn tíma og enduðum svo á Amager tjekkuðum á nokkrum verslunum. Jú jú normal dagur... nema hvað við ákváðum að rúnta aðeins lengra á Amager eyju.

Allt í einu erum við komnar í þvílíka sveit og í raun fyrsta skipti lengi hér í Danmörku sem mér líður eins og ég sé komin til útlanda. Svona sveit þar sem fólk ríður hestum á veginum. Við fundum ýmislegt. Fundum lítinn æðislegan bæ sem heitir Dragör og fengum okkur kaffi þar. Svo fundum við einnig skrítið musteri, Area 51 herstöð, fyndnustu hraðahindranir í geimi. Það var ansi oft á þessari ferð sem okkur fannst við vera komnar inn í Twilight Zone. Tók einnig nokkuð á að finna leiðina tilbaka til Kaupmannahafnar. Við erum samt búnar að ákveða að fara út í Dragör næsta sumar með Katmandu og gefa honum ís.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

sveitin í danmörku er æði, ófáar minningar af hinum og þessum sveitagistingum, vitum, flóamörkuðum þar sem tröll voru einstaklega vinsæl hjá mér.. vá fortíðarþrá núna :)

yndi

KNÚS eva

Sella sagði...

ohh það er svo gaman að fá svona tilfinningu að maður sé komin til útlanda - allt nýtt og svo framandi þó það sé í raun bara rétt hjá hversdagslífinu ;o)

En hvar er Hrebbnan týnd....mín hefur ekkert séð þig svo lengi - Grey's er farið að bíða ;o) hehe