Vó er ég löt eða hvað!
Ég fékk föstudagskvöldið í frí sem hefur ekki gerst síðan öööö ég man ekki einu sinni hvenær. Það var menningarnótt hér í borg og auðvitað fór maður og kíkti á *hóst hóst* menninguna. Ég ætti að vita betur en að blanda mismunandi áfengistegundum því laugardagurinn var mjög svo ónýtur hjá mér. En kvöldið var samt æði og ég lofa að setja inn myndir við fyrsta tækifæri.
Í dag er afslappelsi lykilorðið. Annars á Davíð bró afmæli í dag... TIL hamingju litli bróðir!
1 ummæli:
Vertu ekkert að setja inn myndir frá föstudeginum!
Skrifa ummæli