Þá er Evrópusvaðilförinni lokið. Hér kemur sagan af London hlutanum... hitt kemur síðar.
Djö var gaman mar! OG nei ekkert höstl...eða telst að sitja við hliðina á virkilega sætum gaur í flugvél með?
Daginn sem ég var að fara fannst mér ég ekkert vera að fara neitt....svo um hádegi var ég komin með er "ég með allt stressið". Audda var ég með AAAALLT of mikið af farangri. So what I am a girl!
Svo allt í einu púff var ég í London! Fer í lest svo leigubíl... tekur forever... og voilá Hótelið mitt. OK the ShitHotel. Ekki flott.. ekkert eins og myndirnar gáfu til kynna og svo framvegis.... bara ógeðslegt. En allavega hoppaði í önnur föt og í leigubíl... og á bar að hitta Chris og Aliciu. Drukkum alveg all svakalega... enduðum í trylltum dansi á klúbb. Ég var nú orðin soldið þreytt eftir nokkra klukkutíma þannig ég dreif mig heim á Roachmotel.
Daginn eftir hittumst við öll í lunch og ég fór í verslunarleiðangur....versla versla versla versla.... svo djammað um kvöldið. Skemmtilegasta djamm sem ég hef á ævi minni farið á. Fórum á klúbb sem heitir UnderWorld í Camden. Dansaði eins og ég ætti lífið að leysa...
Laugardeginum eyddum við í Camden á markaðinum þar... bara gaman. Verslaði aðeins meira... Tjilluðum svo nett um kvöldið fórum til Soho og sátum á bar þar mjög róleg.
síðan þurfti ég að vakna klukkan 4 um nóttina til að fara í leigubíl, lest og flugvél.... ok tjekka mig út af Ógeðishótelinu.
Next stop... Germany!
sunnudagur, ágúst 15, 2004
miðvikudagur, ágúst 04, 2004
pynting
Gvuð ég bara verð að tjá mig um pyntinguna sem ég fór í áðan.
Hrebbna litla ákveður að hún verði nú að vera sæt og fín og ekki með loðnar lappir (svo það sé nú einhver séns að hún nái sér í karlmann einhverntímann) í útlandinu (nota bene Hrebbna er hætt að spá í útlendingum.... alltof mikið vesen). Mæti blásaklaus á stofuna og mér er bent á að sitjast upp í eitthvað skrapatól sem líktist stökkbreyttum tannlæknastól. Jæja eftir nokkrar vangaveltur um hvernig ég skyldi snúa mér tókst mér þetta. Ok byrjar vel voða kósí, undir teppi og svona. Síðan setur hún eitthvað mjög heitt og mjúkt á lappirnar síðan Áááááááááááááááái! Ok fyrri löppin var ekkert svo hrikalega slæm, soldið vont en ekkert öskrandi sársauki. En shit þegar hún byrjaði á hinni hélt ég að þetta væri mitt síðasta. Þegar Katla hefur vaxað mig hefur etta aldrei verið svona hrikalega sárt. En ég má þakka gvuði fyrir að þetta tók snöggt af. Eftir á var einhverju kremi nuddað yfir sárin og send heim til mín. Kvölin að vera kvenmaður!
Hrebbna litla ákveður að hún verði nú að vera sæt og fín og ekki með loðnar lappir (svo það sé nú einhver séns að hún nái sér í karlmann einhverntímann) í útlandinu (nota bene Hrebbna er hætt að spá í útlendingum.... alltof mikið vesen). Mæti blásaklaus á stofuna og mér er bent á að sitjast upp í eitthvað skrapatól sem líktist stökkbreyttum tannlæknastól. Jæja eftir nokkrar vangaveltur um hvernig ég skyldi snúa mér tókst mér þetta. Ok byrjar vel voða kósí, undir teppi og svona. Síðan setur hún eitthvað mjög heitt og mjúkt á lappirnar síðan Áááááááááááááááái! Ok fyrri löppin var ekkert svo hrikalega slæm, soldið vont en ekkert öskrandi sársauki. En shit þegar hún byrjaði á hinni hélt ég að þetta væri mitt síðasta. Þegar Katla hefur vaxað mig hefur etta aldrei verið svona hrikalega sárt. En ég má þakka gvuði fyrir að þetta tók snöggt af. Eftir á var einhverju kremi nuddað yfir sárin og send heim til mín. Kvölin að vera kvenmaður!
það styttist
Shit ég er að fara á morgun! Ég hlakka svo til.... búin að fara og ná í smá vasapening, búin að vera að stússast fullt út af þessu. Ég er meira að segja komin með alþjóðlegt ökuskirteini (einhver grá bók sem ég vissi ekki væri til)
Eva gella flytur til Noregs á morgun... þannig við ætlum að fara og kveðja hana í kveld á Players. Ég náttúrulega komin í frí þá þannig alveg óhætt að fá sér smá bjór.
Síðan um hádegi á morgun fer ég út á völl. Djö hlakka ég til mar. Sianara alles sammen!
Eva gella flytur til Noregs á morgun... þannig við ætlum að fara og kveðja hana í kveld á Players. Ég náttúrulega komin í frí þá þannig alveg óhætt að fá sér smá bjór.
Síðan um hádegi á morgun fer ég út á völl. Djö hlakka ég til mar. Sianara alles sammen!
þriðjudagur, ágúst 03, 2004
Fréttir
Ég er orðin svaka spennt á að yfirgefa landið í nokkra daga. Fer til London á fimmtudag og fer síðan þaðan til Frankfurt á Sunnudag og verð hjá Hrefnu gellu í alveg viku.
Um helgina var maður að vinna við forsetainnsetninguna.... þvílíkt stress! En maður var svoooo ánægður þegar þetta var búið.
Ég held þetta sé fyrsta verslunarmannahelgin sem ég fæ mér ekki í glas og geri ekkert nema vinna alla helgina. Fékk mér einn bjór á sunnudag og var bara orðin vel hífuð eftir hann ef ég hefði drukkið annann þá hefði ég drepist áfengisdauða.
Um helgina var maður að vinna við forsetainnsetninguna.... þvílíkt stress! En maður var svoooo ánægður þegar þetta var búið.
Ég held þetta sé fyrsta verslunarmannahelgin sem ég fæ mér ekki í glas og geri ekkert nema vinna alla helgina. Fékk mér einn bjór á sunnudag og var bara orðin vel hífuð eftir hann ef ég hefði drukkið annann þá hefði ég drepist áfengisdauða.
Ég þarf alveg all illilega á nuddi að halda.... bakið er í messi... mælir einhver með góðum stað eða góðu fólki? Þarf náttúrulega að vera í góðu standi fyrir verslunarferðina mína!