Ok föt og bækur(stóru stóru orðabækurnar mínar) og Latte-bollinn minn (allrahanda skálin) komið í töskuna. Ég tók nett kast og henti og henti drasli....allar glósurnar mínar alveg frá því ég var 12 ára! Og líka fullt fullt af öðru drasli. Nú eru allar skúffurnar mínar tómar (áður var ekki einu sinni hægt að opna þær vegna troðslu á drasli).
Búin að kveðja ömmu gömlu...keyrði hana út á flugvöll í dag og sendi hana til Ísafjarðar (hún á víst heima þar). Okkur fannst þetta báðum mjög furðulegt. En hún ætlar að senda harðfisk þannig ég geti gefið afa gamla úti.
hverju er ég að gleyma? Æ vá spittar ekki diff!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli