Oj oj oj!
Vesen og hálft í dag með hádegismatinn. Á föstudögum förum við alltaf og fáum okkur eitthvað óhollt og subbó. Í dag varð fyrir valinu kínverskur. Ég panta bara það sama og alltaf á sama stað og alltaf, eitthvað Dong Huang kjaftæði hér í gaflarabæ. Jæja ég fer og sæki pöntunina, bíð og bíð og bíð, fínt komið að mér, fæ pokann og fer. Þegar ég er komin í vinnuna aftur lítum við ofan í pokann, maturinn hefði dugað fyrir eina manneskju. Við brunum aftur af stað, Hrebbna komin í kvörtunargírinn. Manndrápssvipurinn kominn upp. (manndrápssvipurinn er ættarsvipur sem kemur á mann þegar maður er allverulega pirraður, den hele familie har det). Við fáum meiri mat og hrísgrjón líka því það var ekki með hinu draslinu.
Við orðin massa svöng, bragðgóður matur. Ég ánægð með núðlurnar mínar þangað til ég rekst á flugu á kafi ofan í matnum mínum. Ég gafst upp! Eyðilagði gjörsamlega föstudags-junkfood-fílinginn.
Nei ég nenni ekki að fara þangað aftur að kvarta og kvartanir í gegnum síma virka bara ekki, þar að auki ætla ég aldrei að borða neitt þaðan aftur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli