þriðjudagur, júlí 09, 2002

ÞJÓÐHÁTÍÐ!!!!

Ég hef verið fastagestur á Þjóðhátíð í Eyjum undanfarin ár. Smá vandamál núna, mig langar feitast að fara....en ég er náttúrulega að fara út 9. ágúst.
Þá var hugmyndin að fara á sunnudeginum ná brekkusöngnum og einu sólarhringsfyllerí og borga brot af kostnaðinum sem helgin kostar. En hvernig á ég þá að redda mér heim á mánudag, og hvað ef ég verð veðurteppt eða eitthvað álíka skemmtilegt. Þráinn, Kiddi og Gaui skrifuðu undir samning um helgina að ef ég kem þá ætla þeir að blæða áfengið. Ansi góður díll þar.

En fátækir námsmenn geta ekki leyft sér svona dýrar ferðir......nú er það bara að drekka Fanta og bíða og vona. Bara verst að Fanta er svo vont.

Mig langar náttúrulega að kveðja landið með stæl og það væri tilvalið með að mæta á Þjóðhátíð what to do what to do????

Allar uppástungur um ódýrar leiðir að komast á þjóðhátíð vel þegnar póstið þær hér!


Engin ummæli: