Ég sá í fréttunum í gær að blokkflautur gera börn fráhverf frá tónlist.
Ok ég lærði á blokkflautu þegar ég var 6 ára og hef bara ekki síðan getað hugsað mér að læra á annað hljóðfæri. Ég var svo mikill snillingur á blokkflautuna mína að ég kunni að spila hluta af gamla nóa og síðan var etta notað til að lemja bróður minn með ef hann var ekki þægur. Þannig ef ég hefði ekki verið látin læra á blokkflautuna hefði ég getað orðið einhver þvílíkur píanósnillingur eða flottasti djass saxafónspilari ever.....en nei ég lærði á blokkflautu en hætti á toppnum þegar ég var búin að læra gamla nóa.....7 ára gömul. Ég á apparatið einhversstaðar ennþá.... eitt mest óspennandi hljóðfæri sem ég veit um.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli