mánudagur, júlí 15, 2002

Nú er ég komin í menninguna aftur eftir að hafa varið 2 dögum á Vestfjörðum. Hér kemur ferðasagan.

Ekki alveg vöknuð
Flugið var á óguðlegum tíma á laugardagsmorgun. Ég fer og sæki Írisi og við erum einmitt að tala um hvað við erum nú á góðum tíma. Ég þarf náttúrulega að stoppa og taka bensín. Klára það dæmi legg frá mér debetkortið og svo allt í einu er kortið horfið. Shit hvað á Hrebbna að gera? Við leitum og leitum og leitum. Kortið var bara ekki að finnast. En með hjálp tæknivæðslu gat ég millifært yfir á annað kort....svo ég gæti nú borgað flugið. Við vorum ekki búnar að tjekka okkur inn og þá er búið að kalla út í vél. Við náttúrulega síðastar inn.

Komnar
Við komum til Ísafjarðar og heilsum upp á liðið. Síðan var aðeins farið í barbí með Heklu, klipið í kinnarnar á Hilmi og Huga (að góðra frænka sið) og spjallað við hitt liðið. Borðum síðan svaka hádegisverð, með mímósum og alles. Birna er snillingur í svona matarstússi. Þegar við erum að renna niður síðasta bitanum hringir dyrabjallan. Í heimsókn eru komnar þrjár mjög háværar konur á "besta" aldri. Úff svo töluðu þær allar á sama tíma. Maður hefði haldið að systkinin þrjú væru hávær en þau eru ekkert miðað við þessar konur.....það var alveg hljótt eftir að þær fóru.

Kaffihús
Já það er kaffihús þarna...meira að segja fleiri en eitt. Við fórum á Faktorshúsið. Æðislegt kaffihús! Það var myndlistarsýning í gangi og mig langaði í allar myndirnar.

Barnapíuþjónustan
Liðið þeas Amma, Birna og Lalli fóru í veislu. Þannig ég og Íris tókum að okkur fyrstu barnapíuvaktina. Svæfðum litlu boltana og svo fengum við okkur bjór. Ég var að vísu komin í barþjónagírinn. Hefði eiginlega betur átt að sleppa því. Næsta barnapía kom um tíu þá fórum við frænkurnar að gera okkur reddí á djammið. Við fórum svo í veisluna heltum í okkur þar. Síðan var ákveðið að kíkja á sveitaball á Súganda nánar tiltekið Suðureyri.....með Geirmundi Valtýs. Slepptum BMX í sjallanum.

Sveitafílingur dauðans
Þegar komið var á Suðureyri fékk maður menningarsjokk. Öll litlu börnin á gelgjunni með landabrúsana fyrir utan ballið (það var 18 ára inn) Við fengum miða og héldum inn. Þetta var svona mini íþróttasalur sem gengdi einnig hlutverki félagsheimilis. Að vísu var risastórt tjald samfast við húsið sem gerði það að verkum að það var líft að vera þarna inni. Dansað smá. Amma var alveg að fíla sig og ekkert smá vinsæl meðal karlpeningsins. Birna var á tjattinu eins og alltaf. Lalli farinn að bömpa.

Leikþátturinn
Ég komin í glas og varð því aðeins að gera mig að fífli. Tók smá leikþátt um persónurnar í sveitinni. Ég er ekki svo viss um að selfosstýpurnar á næsta borði hafi fílað það alveg.

Komið gott
Eftir að hafa heyrt nokkrum sinnum að ég væri alveg greinilega dóttir föður míns og spurð hvort ég væri dóttir Birnu og Lalla tvisvar. Og mér tjáð að ég væri alveg eins og Birna, var ballið alveg að verða búið. Þá hófst smölun á liðinu. Maður hefði haldið að yngsta liðið þ.e.a.s. ég og Íris myndum vilja halda djammið áfram en það var öfugt því erfiðast var að ná elsta liðinu út. Ég steinrotaðist í bílnum á leiðinni heim.

Vöknum og förum
Við vöknum ekkert allt of snemma. Sváfum heima hjá ömmu....sluppum við gargandi börn. :) Keyrðum inn í Hnífsdal og keyptum ís í Bolungarvík. Síðan var bara nett tjill. Allt í einu sjitt mæting í flugið var fyrir tíu mínútum. Eftir bílferð að hætti Birnu (haltu þér fast) þá vorum við komnar á flugvöllinn. Þurftum að sitja og bíða meira að segja.

Fann kortið
Fyrsta sem ég geri er að kíkja undir öskubakkann í bílnum og viti menn kortið var þar. hehe!

Engin ummæli: