mánudagur, júlí 22, 2002
Ég var rétt núna að gera mér grein fyrir hvað e-mail eru stór hluti af lífi mínu (og margra annarra). Ég er búin að vera að eyða öllu útaf vinnumeilinu og það er ekkert smá magn. Mörg þúsund! Samt mest um jólin, pantanir og fyrirspurnir sko. Og viðbjóðslega mikið af forwardaðu drasli. En mér fannst frekar sorglegt að eyða ritgerðunum mínum sem ég gerði síðustu önnina í skólanum, pikkaði þær flestar inn í vinnunni. Æ vá ég á eintök af þeim á blaði og það er ekki eins og ég eigi eitthvað eftir að nota þær. Þetta er bara enn annar liður í þessari söfnunaráráttu hjá mér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli