Mér leiðist..... öllu heldur er löt. Ég er sannfærð um að veður hefur gífurleg áhrif á skap og orku. Alltaf í svona roki og dimmu veðri verð ég geðveikt syfjuð. Í sól og blíðu verð ég ofvirk. Ég er örugglega haldin SAD (seasonal affective disorder) en samt breytist það hjá mér eftir dögum ekki árstíðum. Kannski er ég bara klofin persónuleiki leiðilegi persónuleikinn brýst einungis út í vondu veðri....hinn skemmtilegi í góðu. Annars var bara fínt í gær á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Ég fór alla leið til höfuðborgarinnar til að skoða stuðið en ég á heima í nafla alheimsins.....Kópavogi. Díonýsusarpakkið hittist óvart flest fyrir utan Nelly´s og fyrst það var laust borð þar var ákveðið að hlyja sér þar inni. Eitt með blessuðu höfuðborgina það er alltaf vont veður... rok og rigning þegar ég þar leið hjá.... aldrei vont veður í Kópavogi. Já já þegar fólk var búið að týna sandinn úr augunum og laga hárið var haldið aftur út í rokið. Við komumst að því að það var hlyjast að vera hjá litla sviðinu. Sigga Beinteins og Bo voru að spila. Þau voru bara ágæt allavega dönsuðum við. Gaui fór meira að segja á hestbak á Hlyn beint fyrir framan sviðið....Bó hélt þeir væru svona mikil fan.
Fyndið við fíluðum okkur mun betur þar en hjá hinu sviðinu.....er þetta merki um við séum aðeins eldri en við viljum viðurkenna???
Mér fannst líka sorglegt að sjá 12-16 ára krakka pissfulla....svo ekki sé á minnst klæðnaðinn. Það var klikk kalt og þær voru í einhverjum pilsum sem hefðu átt að vera belti og boli flegna niður á mitti... og fullar í þokkabót. Ég ætla að hætta áður en ég fer virkilega að hljóma eins og amma mín.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli