fimmtudagur, júní 06, 2002

Ég var að spæla.....
Um leið og maður er kominn með kall þá þarf maður allt í einu að fullorðnast. Nei ok orða þetta öðruvísi þá fer maður að gera hluti sem maður gerði ekki áður. Til dæmis er nú aðalmálið hjá vinahópnum að halda svona paramatarboð, spilakvöld og annað í þeim dúr. Very civilized. Ok þetta er mjög fínt, gaman og allt það. En ég er farin að fá svona comment frá mínum single vinum um að ég sé bara ekkert skemmtileg lengur. Að ég vanræki þau eða eitthvað.....hallo ég hitti þau meira en ég gerði áður. Díses það þyrftu að vera ca 53 klukkutímar í sólarhring til að geta framkvæmt allt sem ég þarf/vil gera. Ég veit þegar ég er orðin rík og fræg þá ræð ég fólk til að gera allt það leiðinlega sem ég nenni ekki að gera og skemmti mér allann sólarhringinn.


Fyrir nokkrum mánuðum sendi ég og Gyða meil á allann saumaklúbbinn. Kannski ekki frásögu færandi nema hvað við stofnuðum nýtt hotmail sem sagt leynduraddáandi@hotmail.com. Ok sendum algjört snilldarbréf. Eitthvað um einhvern very lovesick gaur sem átti að hafa verið með okkur í Réttó. Við sögðum að gaurinn hefði búinn að vera hrifinn af manneskjunni síðan hún var í 8.bekk og ekki hugsað um annað en hana í öll þessi ár. Gaurinn átti að hafa verið í 10.bekk á þeim tíma. Svo voru einhverjar lýsingar og la la la lí. Allavega ef manneskjan var forvitin þá gat hún komið niður á tjörn á tilteknum tíma að hitta gaurinn.
Svo fórum við allt í einu að tala um svona spúkí-meil í morgun... ég og Gyðilíus náttúrulega kjöftuðum frá því sem við höfðum gert. Einhverjar keyrðu framhjá tjörninni á tilteknum tíma að gá hvort einhver væri þar. Aðrar lentu víst í því að þurfta að útskýra fyrir afbrýðisömum kærustum. he he!

Engin ummæli: