Gærdagurinn var æði.... eftir besta golfhring sem ég hef farið, hittist liðið á Prestó og héldum svo þaðan í verslun að kaupa grilldótið.... barbí diskar, barbí servíettur og barbí glös...sko hafa eins og alvöru afmælisveislu. Liðið keypti meira að segja kerti handa mér og kveiktu næstum í Heiðmörk við að reyna að láta mig blása á þau. Ok ímyndaðu þér 21 kerti á einu hamborgarbrauði! Eftir einstaklega laglega taktík við að reyna að grilla með hjálp herðatrés og flöskuopnara föttuðum við loksins að nota bara barbí diskana....stupid us! Þráinn náði að eyðileggja einn hamborgarann sinn með herðatrés-æfingunum datt á milli...hehehe. Að lokum grill sýnikennslu hjá F-landsliði í matreiðslu var snætt. Ótrúlegt en satt bragðaðist maturinn mjög vel. Þegar allir nema litla matargatið hún Birta voru orðnir saddir var farið í leiki. Já já eins og í gamla daga... eina króna...ég hef ekki farið í þann leik síðan ég var 8 ára.... massa gaman. Við fórum í smá baseball og fótbolta. Bara heví tjill sumarstemming. Á öldum tækni og fjarskipta hefði maður haldið að GSM samband væri á öllu höfuðborgarsvæðinu en neeeeiiii ekki í Heiðmörk þar sem við vorum. Katla átti í miklum erfiðleikum með að finna staðinn mér skilst að hún hafi rúntað um í tæpa tvo tíma að leita að okkur og hefði verið komin góða leið til Hveragerðis. En náttúrulega fann okkur að lokum....Damn.... nei alls ekki.
Um miðnætti fór fólkið að týnast heim, minns var komin heim um klukkan eitt. Heví góður dagur. Audda á að endurtaka þetta í sumar... þá með aðeins meiri bjór.
Eitt að lokum.... vissiru að Gunna er hætt með Jóa sótara og byrjuð með Sigga slökkviliðsmanni..... þetta kallar maður að fara úr öskunni í eldinn. hahahahahaha aulahúmorsdagur hjá mér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli