Foreldrar mínir voru með matarboð hérna í tilefni af brúðkaupsafmæli sínu þannig ég ákvað að flýja heimilið... Í stað þess að hanga með tvennum hjónum sem voru að fagna 22 árum sem þau hafa verið gift hringdi ég nokkur símtöl og voila mér boðið í mat til Kötlu beib.
Hún eldaði handa mér dýrindis Thai kjúklingarétt.mmmmmm svona á ég eftir að gera í Köben. Við teiguðum smá öl og svona fínerí. Svo komu Atli og Þórunn hækja í heimsókn og við spiluðum Trivial og Popppunkt. Djöööö hvað mér leið eins og ég væri massa heimsk. Mæli ekki með 10 ára gömlu Trivial...
Þórunn ákvað að halda heim til sín en við Katla og Atli ákváðum að halda áfram. Enduðum á Café Kúltúr... þegar okkur var hent út þaðan fattaði ég að bjórarnir væru farnir að segja aðeins til sín og til að forðast það að gera mig að fífli fór ég heim... en ég veit að hinir héldu áfram sínum rannsóknum á næturlífi Reykjavíkur.
Ótrúlegt en satt þá er maður bara massa spræk í dag... er að spæla að nýta mér verðstríðið á geisladiskum og kíkja kannski aðeins í ræktina.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli