Lítið hefur skeð núna undanfarið maður er ýmist í vinnunni eða í ræktinni. Ég ætla svo að styrkja mig fyrir sumarið og helst grennast alveg slatta.
Annars á fimmtudag fékk ég að prófa nokkuð sem ég hef aldrei gert.... stýra flugvél. Fór að fljúga með Möggu og djö hvað þetta var gaman. Ég var samt soldið hrædd við að koma við nokkurn skapaðan hlut í vélinni fyrst en svo hvarf hræðslan.
Fór áðan í Smáralindina og flippaði aðeins í snyrtidótainnkaupum... en audda var þetta allt einstaklega nauðsynlegt sko. Alltaf gaman að fá útborgað....þá getur maður leyft sér aðeins að leika sér.
Eitt sem ég er að upplifa þessa dagana... ég hef engan tíma til að gera neitt. Mér finnst ég vera orðin svolítið félagslega bæld. En þetta batnar allt eftir 2 vikur þegar ég hætti í vinnunni. Þá mun Hrebbna hafa fullt af tíma til að gera allt sem hana lystir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli