Það fer allt að verða klárt. Fékk áðan e-mail þess efnis sem mér er boðið íbúð á kollegie. Ég verð að segja ég fékk nettan sting í magann.... ég er alveg að fara. Já þannig að öllum líkindum mun Hrebbna búa á Öresundskollegie... í stúdíóíbúð.
Nú eru einungis 20 dagar í brottför og síðustu dagarnir í vinnunni. Þvílík tímamót... hvernig ætli allt verði... ætli ég eigi eftir að fíla Köben... ætli ég eigi eftir að fíla skólann.... en hvað með námið....á ég eftir að vera í skemmtilegri vinnu.... á ég eftir að kynnast nýju fólki.... á ég eftir að gefast upp og koma heim strax aftur????
Ekki laust við það að maður sé farin að finna fyrir smá hræðslu en samt góðri hræðslu.
Og fyndna er að mér finnst ég í fyrsta skipti vera á leiðinni út til að búa á einhverjum stað en ekki bara vera þar.... Á Florida var ég bara þar... vissi alltaf að ég myndi enda heima á Íslandi.... í þetta sinn veit ég ekkert hvenær ég kem til með að flytja til Íslands aftur og finnst það fínt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli